Borgarbyggð auglýsir eftir aðilum sem sannanlega ætla að koma á ljósleiðaratenginu fyrir heimili og fyrirtæki á Bifröst á árunum 2024-2026 eða hafa áhuga á að tengja þau staðföng á Bifröst sem Fjarskiptasjóður metur styrkhæf skv. skilmálum sjóðsins frá 2. júlí 2024 gegn því að þiggja þann styrk sem Fjarskiptasjóður býður.
Þau fjarskiptafyrirtæki sem hafa staðfest áform um slíkt eða áhuga á að tengja viðkomandi staðföng skv. ofangreindum forsendum eru beðin um að senda upplýsingar þar um á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is fyrir 20. ágúst 2024.
Tengdar fréttir

Ráð gert fyrir 234 m.kr. afgangi af rekstri Borgarbyggðar 2026 og framkvæmt samkvæmt áætlun
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar var afgreidd frá fyrri umræðu í sveitarstjórn í gær. Á árinu 2026 er gert ráð fyrir rekstrarafgangi af A-hluta að fjárhæð 234 m.kr. og að veltufé frá rekstri verði 727 m.kr. sem samsvarar 9,8% framlegð en tekjur eru áætlaðar 7.441 m.kr. Fjárfestingar Borgarbyggðar hafa verið miklar eins og gert var ráð fyrir í þeim áætlunum sem unnið hefur verið eftir síðastliðin …

Borgarbyggð eflir mál og læsi í leikskólum með nýju samstarfi
Borgarbyggð og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hafa gert með sér samstarfssamning um verkefnið Mál og læsi: Snemmtæk íhlutun í leikskólum. Markmið verkefnisins er að hámarka árangur allra barna hvað varðar málþroska og grunnþætti læsis og fyrirbyggja eða draga þannig úr líkum á að þau glími við lestrarerfiðleika seinna meir. Einnig er markmiðið að auka þekkingu og hæfni alls starfsfólks leikskólanna …