Borgarbyggð auglýsir eftir aðilum sem sannanlega ætla að koma á ljósleiðaratenginu fyrir heimili og fyrirtæki á Bifröst á árunum 2024-2026 eða hafa áhuga á að tengja þau staðföng á Bifröst sem Fjarskiptasjóður metur styrkhæf skv. skilmálum sjóðsins frá 2. júlí 2024 gegn því að þiggja þann styrk sem Fjarskiptasjóður býður.
Þau fjarskiptafyrirtæki sem hafa staðfest áform um slíkt eða áhuga á að tengja viðkomandi staðföng skv. ofangreindum forsendum eru beðin um að senda upplýsingar þar um á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is fyrir 20. ágúst 2024.
Tengdar fréttir

Rafmagnslaust frá Tungulæk að Fíflholti og frá Rauðkollsstöðum að Fíflholti þann 22.1.2026
Vegna vinnu við niðurrif á eldra dreifikerfi verður rafmagnslaust frá Tungulæk að Fíflholti frá kl. 9:30 til kl. 10:30 þann 22.1.2026. Einnig verður rafmagnslaust frá Rauðkollsstöðum að Fíflholti frá kl.13:00 til 14:00 sama dag (22.1.2026) Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma meðan á framkvæmd stendur vegna prófana. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528 9000. Kort af svæðinu má …

Sigurður Kristjánsson ráðinn fjármálastjóri Borgarbyggðar
Sigurður Kristjánsson hefur tekið við stöðu fjármálastjóra Borgarbyggðar en hann hóf störf í dag, 20. janúar. Sigurður er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og býr yfir yfirgripsmikilli reynslu af fjármálastýringu. Hann starfaði sem fjármálastjóri Lyfju á árunum 2000–2024 og hefur þar með áratuga reynslu af fjármálum og rekstri stórra fyrirtækja. Undanfarin misseri starfaði hann jafnframt sem sviðsstjóri …