Borgarbyggð auglýsir eftir aðilum sem sannanlega ætla að koma á ljósleiðaratenginu fyrir heimili og fyrirtæki á Bifröst á árunum 2024-2026 eða hafa áhuga á að tengja þau staðföng á Bifröst sem Fjarskiptasjóður metur styrkhæf skv. skilmálum sjóðsins frá 2. júlí 2024 gegn því að þiggja þann styrk sem Fjarskiptasjóður býður.
Þau fjarskiptafyrirtæki sem hafa staðfest áform um slíkt eða áhuga á að tengja viðkomandi staðföng skv. ofangreindum forsendum eru beðin um að senda upplýsingar þar um á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is fyrir 20. ágúst 2024.
Tengdar fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar
Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …
