
Við forsetakosningar laugardaginn 1. júní 2024 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir:
Opnað hefur verið fyrir uppflettingar í kjörskrá sjá hér
Borgarneskjördeild í Hjálmakletti í Borgarnesi
Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Gljúfurár, á Hvanneyri, Bæjarsveit og í Andakíl
Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00
Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu
Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00
Þinghamarskjördeild í félagsheimilinu Þinghamri, Varmalandi
Þar kjósa íbúar í Stafholtstungum, Norðurárdal, Bifröst, Þverárhlíð.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00
Kleppjárnsreykjakjördeild í grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum
Þar kjósa íbúar Lundarreykjadals, Flókadals, Reykholtsdals, Hvítársíðu og Hálsasveitar.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00
Kjósendur athugi að kjördeildirnar í Borgarnesi og á Kleppjárnsreykjum loka kl. 22 en aðrar kl. 20.
Kjósendur eru hvattir til að athuga í hvaða kjördeild þeir eiga
að kjósa og hafa persónuskilríki með sér á kjörstað.
Á kosningavef Stjórnarráðs Íslands kosning.is geta kjósendur kannað
hvar þeir eiga að kjósa og þar eru ýmsar upplýsingar varðandi kosningarnar
Á kjördag verður yfirkjörstjórn Borgarbyggðar með aðsetur
í Hjálmakletti í Borgarnesi. Sími formanns er 862-1270.
Yfirkjörstjórn Borgarbyggðar
Tengdar fréttir

Þemadagar Grunnskóla Borgarfjarðar
Þemadagar Grunnskóla Borgarfjarðar voru haldnir í janúar en áhersla var lögð á þá þætti sem verkefnið, Framtíðarfólk, byggir á, þ.e. heilbrigði bæði umhverfisins og okkar sem einstaklinga. Upp voru settar vinnustöðvar þar sem nemendur gátu valið að vinna með umhverfismál, lýðheilsu eða hópefli. Nemendur unnu svo í aldursblönduðum hópum að ýmsum verkefnum sem voru kynnt á opnu húsi í lok …

Útboð vegna niðurrifs á Brákarbraut 25
Borgarbyggð óskar eftir tilboði í niðurrifi á 6 byggingarhlutum og förgun rifúrgangs við Brákarbraut 25. Allt steypuvirki skal brjóta niður og hreinsa af bendistáli. Rifúrgang skal flokka og ráðstafa hverjum efnisflokki til endurnýtingar, endurvinnslu eða í förgun. Í byggingarhlutum eru asbestplötur sem fjarlægja skal og farga. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 28. ágúst 2025. Vettvangsskoðun …