22. maí, 2024
Tilkynningar

Við forsetakosningar laugardaginn 1. júní 2024 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir:

Opnað hefur verið fyrir uppflettingar í kjörskrá sjá hér 

Borgarneskjördeild í Hjálmakletti í Borgarnesi

Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Gljúfurár, á Hvanneyri, Bæjarsveit og í Andakíl

Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00

Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu

Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár.

Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00

Þinghamarskjördeild í félagsheimilinu Þinghamri, Varmalandi

Þar kjósa íbúar í Stafholtstungum, Norðurárdal, Bifröst, Þverárhlíð.

Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00

Kleppjárnsreykjakjördeild í grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum

Þar kjósa íbúar Lundarreykjadals, Flókadals, Reykholtsdals, Hvítársíðu og Hálsasveitar.

Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00

 

Kjósendur athugi að kjördeildirnar í Borgarnesi og á Kleppjárnsreykjum  loka kl. 22 en aðrar kl. 20.

 

Kjósendur eru hvattir til að athuga í hvaða kjördeild þeir eiga

að kjósa og hafa persónuskilríki með sér á kjörstað.

Á kosningavef Stjórnarráðs Íslands kosning.is geta kjósendur kannað

hvar þeir eiga að kjósa og þar eru ýmsar upplýsingar varðandi kosningarnar

Á kjördag verður yfirkjörstjórn Borgarbyggðar með aðsetur

 í Hjálmakletti í Borgarnesi.  Sími formanns er 862-1270.

Yfirkjörstjórn Borgarbyggðar

Tengdar fréttir

19. janúar, 2026
Fréttir

Klippikort vegna gámastöðvar

Einstaklingar sem þurfa klippikort vegna gámastöðvar í janúar en hafa ekki þegar sótt þau eru beðnir um að hafa samband við Borgarbyggð í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is. Einnig er hægt að koma í Ráðhús Borgarbyggðar að Digranesgötu 2. Frá og með 1. febrúar 2026 verður svo hægt að nálgast klippikort á borgarkort.is.

19. janúar, 2026
Fréttir

Uppboð – Óskilahross

Þriðjudaginn 27. janúar 2026, kl. 14:00, verður boðin upp rauðtvístjörnótt hryssa, talin um 12 – 14 vetra gömul, hafi réttmætur eigandi þá ekki gefið sig fram. Hryssan er hvorki örmerkt né ber hún annars konar merki. Hryssan hefur verið auglýst á vefsíðu Borgarbyggðar, og þess óskað að eigendur gefi sig fram, án árangurs. Uppboðið mun fara fram að Steinum í …