20. ágúst, 2024
Skipulagsmál

Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti þann 18.07.2024 eftirfarandi tillögu samkvæmt 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Deiliskipulag vatnsaflsvirkjunar og flugvallar í landi Húsafells 3 í Borgarbyggð.

Deiliskipulagið tekur til betri skilgreininga á mannvirkjum og umfangi þeirra, lóðum og byggingarreitum og er skipulagssvæðið stækkað um 4,5 ha við þessar breytingar.
Í núgildandi deiliskipulagi eru tvær vatnsaflsvirkjanir skilgreindar, Kiðárvirkjun 1 sem er 285 kW byggð árið 1978 og Kiðárvirkjun 2 með áætlaða stærð 300-400 kW. Eitt stöðvarhús er á svæðinu sem þjónar báðum virkjunum.
Með breytingunni er heimiluð stækkun á svöðvarhúsi með hámarks byggingarmagn 150fm og hámarkshæð 7m en er nú 46fm og 7m hátt. Í breytingunni er einnig skilgreind 3256fm lóð undir flugskýli við suð-austurenda flugbrautar. Fallið er frá færslu árfarvegar Kaldár á núgildandi deiliskipulagi. Tillagan samræmist gildandi aðalskipulagi.

Tillaga að deiliskipulagi vatnsaflsvirkjunar og flugvallar í landi Húsafells 3 var auglýst frá 19.04.2024 til 03.06.2024 (mál nr. 447/2024 í gáttinni).

Athugasemdir bárust frá umsagnaraðilum sem brugðist var við.

Deiliskipulagstillagan hefur verið send Skipulagsstofnun og mun taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögunar og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, Borgarnesi.

Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.

Tengdar fréttir

2. júlí, 2025
Fréttir

Ungt fólk og lýðheilsa 2025 – Ráðstefna fyrir unga framtíðaleiðtoga

Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir árlegu ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsa dagana 12.–14. september 2025 á Reykjum í Hrútafirði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Félagslegir töfrar“, sem vísar til þeirra ósýnilegu en kröftugu áhrifa sem skapast í samskiptum og samveru – þar sem einstaklingar verða að hópi og samfélag verður til. Ráðstefnan er opin öllum ungum einstaklingum á aldrinum 15–25 ára, …

2. júlí, 2025
Fréttir

Starfsfólk og íbúar minnast Gísla Karlssonar, fyrrverandi sveitarstjóra og bæjarstjóra í Borgarnesi

  Gísli Karlsson fyrrverandi bæjar- og sveitarstjóri í Borgarnesi Á morgun, fimmtudag, verður borinn til grafar Gísli Karlsson fyrrverandi sveitarstjóri og bæjarstjóri í Borgarnesi. Gísli fæddist árið 1940 á Brjánslæk á Barðaströnd. Hann lauk prófi landbúnaðarhagfræði frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1968 og starfaði í að því loknu sem ráðunautur í Danmörku. Árið 1971 réð Gísli sig til starfa við Bændaskólann …