Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti þann 18.07.2024 eftirfarandi tillögu samkvæmt 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
Deiliskipulag vatnsaflsvirkjunar og flugvallar í landi Húsafells 3 í Borgarbyggð.
Deiliskipulagið tekur til betri skilgreininga á mannvirkjum og umfangi þeirra, lóðum og byggingarreitum og er skipulagssvæðið stækkað um 4,5 ha við þessar breytingar.
Í núgildandi deiliskipulagi eru tvær vatnsaflsvirkjanir skilgreindar, Kiðárvirkjun 1 sem er 285 kW byggð árið 1978 og Kiðárvirkjun 2 með áætlaða stærð 300-400 kW. Eitt stöðvarhús er á svæðinu sem þjónar báðum virkjunum.
Með breytingunni er heimiluð stækkun á svöðvarhúsi með hámarks byggingarmagn 150fm og hámarkshæð 7m en er nú 46fm og 7m hátt. Í breytingunni er einnig skilgreind 3256fm lóð undir flugskýli við suð-austurenda flugbrautar. Fallið er frá færslu árfarvegar Kaldár á núgildandi deiliskipulagi. Tillagan samræmist gildandi aðalskipulagi.
Tillaga að deiliskipulagi vatnsaflsvirkjunar og flugvallar í landi Húsafells 3 var auglýst frá 19.04.2024 til 03.06.2024 (mál nr. 447/2024 í gáttinni).
Athugasemdir bárust frá umsagnaraðilum sem brugðist var við.
Deiliskipulagstillagan hefur verið send Skipulagsstofnun og mun taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögunar og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, Borgarnesi.
Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.
Tengdar fréttir

Opið hús í Varmalandi
Fimmtudaginn 30. október frá kl. 14:00–16:00 bjóða GBF Varmalandsdeild og leikskólinn Hraunborg öllum í heimsókn.Gestum gefst tækifæri til að skoða afrakstur verkefna nemenda sem unnin hafa verið í tengslum við fjölmenningu.Við hvetjum alla til að mæta og kynna sér fjölbreytt og öflugt starf skólanna.

Vegur inn í Einkunnir áfram lokaður að hluta
Framkvæmdir við Einkunnir halda áfram, 27. október nk. mun vegurinn að Einkunnum vera lokaður að hluta. Um er að ræða kafla frá afleggjara við sánugusu að Einkunnum. Lokað er vegna vinnu við rafstreng og ljósastaura. Vinna heldur svo áfram næstu daga og geta vegfarendur átt von á að koma að lokuðum vegi, nema annað verði tekið fram. Vegfarendur eru því …