20. ágúst, 2024
Skipulagsmál

Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti þann 18.07.2024 eftirfarandi tillögu samkvæmt 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Deiliskipulag vatnsaflsvirkjunar og flugvallar í landi Húsafells 3 í Borgarbyggð.

Deiliskipulagið tekur til betri skilgreininga á mannvirkjum og umfangi þeirra, lóðum og byggingarreitum og er skipulagssvæðið stækkað um 4,5 ha við þessar breytingar.
Í núgildandi deiliskipulagi eru tvær vatnsaflsvirkjanir skilgreindar, Kiðárvirkjun 1 sem er 285 kW byggð árið 1978 og Kiðárvirkjun 2 með áætlaða stærð 300-400 kW. Eitt stöðvarhús er á svæðinu sem þjónar báðum virkjunum.
Með breytingunni er heimiluð stækkun á svöðvarhúsi með hámarks byggingarmagn 150fm og hámarkshæð 7m en er nú 46fm og 7m hátt. Í breytingunni er einnig skilgreind 3256fm lóð undir flugskýli við suð-austurenda flugbrautar. Fallið er frá færslu árfarvegar Kaldár á núgildandi deiliskipulagi. Tillagan samræmist gildandi aðalskipulagi.

Tillaga að deiliskipulagi vatnsaflsvirkjunar og flugvallar í landi Húsafells 3 var auglýst frá 19.04.2024 til 03.06.2024 (mál nr. 447/2024 í gáttinni).

Athugasemdir bárust frá umsagnaraðilum sem brugðist var við.

Deiliskipulagstillagan hefur verið send Skipulagsstofnun og mun taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögunar og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, Borgarnesi.

Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.

Tengdar fréttir

14. janúar, 2025
Fréttir

Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð

Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð hefur ákveðið að styrkja börn og ungmenni um heilsukort sem gildir út árið 2025. Heilsukortið veitir aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins og börn í 7.bekk -18 ára fá frítt í sund og þreksalinn. Þessa vikuna eru Sigga Dóra, íþrótta og tómstundafulltrúi og Íris Grönfeldt, íþróttafræðingur að fara í heimsókn í grunnskólana og afhenda börnum Heilsukortið og ræða …

8. janúar, 2025
Fréttir

Íris Inga Grönfeldt sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Íris Inga Grönfeldt, íþróttafræðingur og starfsmaður Borgarbyggðar, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag sitt til íþrótta og heilsueflingar barna, unglinga og fullorðinna í heimabyggð. Við sendum henni innilegar hamingjuóskir!