24. maí, 2024
Fréttir

Aggression Replacement Training

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar stendur fyrir ART réttindanámskeiði. ART teymi sem starfandi er á suðurlandi sér um kennslu á námskeiðinu.

Að loknu námskeiði fá þátttakendur réttindi til þess að starfa sem ART þjálfarar.
ART er þríþætt hugrænt atferlisinngrip þar sem unnið er með félagsfærni, sjálfsstjórn og siðferði. ART er fastmótað uppeldisfræðilegt
þjálfunarmodel sem hefur það að markmiði að bæta samskiptafærni, draga úr hegðunarvanda, koma í veg fyrir ofbeldi og styrkja siðferðisleg
gildi einstaklinga.
Námskeiðið er kennt í tveimur lotum, lota 1 er dagana 7.-9. ágúst og lota 2 er 24. október

  • Tímasetning: 9.00 – 16.00 alla dagana
  • Dagsetning: 7. – 9. ágúst og 24. október 2024
  • Staðsetning: Grunnskóli Borgarfjarðar- Hvanneyri (Túngata 18)
  • Kostnaður vegna námskeiðsins er: 112.000.-

Skráning fer fram í gegnum netfangið skolathjonusta@borgarbyggd.is.

Gefa þarf upp nafn og kennitölu, símanúmer og vinnustað. Skráningarfrestur til 3. júní 2024

Tengdar fréttir

18. september, 2025
Fréttir

Endurvinnslukort Borgarbyggðar- Ertu með kortið?

Allir fasteignaeigendur í Borgarbyggð sem greiða gjald vegna reksturs gámasvæðis geta sótt rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka. Kortið virkar þannig að þegar komið er inn á gámasvæðið er kortið skannað, starfsmaður á gámasvæðinu tekur út af kortinu í samræmi við það magn af gjaldskyldum úrgangi sem verið er að losa sig við. Starfsmaður gámasvæðis metur magn og tekur út …

17. september, 2025
Fréttir

Sameiningarkosningar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps: Upplýsingar um kjördeildir og opnunartíma

Fimmtudaginn 18.09. 2025 verða opnar kjördeildir Borgarbyggðar í Félagsheimlinu Lindartungu Lindartungukjördeild, Félagsheimilinu  Þinghamri Varmalandi , Þinghamarskjördeild og Grunnskólanum  Kleppjárnsreykjum  Kleppjárnsreykjakjördeild.  Í Lindartungu verður opið milli 18:00 og 20:00. Í Þinghamri og Kleppjárnsreykjum mun vera opið á milli kl 16:00  og 20:00. Þennan dag (18.09) er opið í  Ráðhúsi Borgarbyggðar milli 12.00 og 14.00 en þá einungis fyrir Borgarneskjördeild og í …