24. maí, 2024
Fréttir

Aggression Replacement Training

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar stendur fyrir ART réttindanámskeiði. ART teymi sem starfandi er á suðurlandi sér um kennslu á námskeiðinu.

Að loknu námskeiði fá þátttakendur réttindi til þess að starfa sem ART þjálfarar.
ART er þríþætt hugrænt atferlisinngrip þar sem unnið er með félagsfærni, sjálfsstjórn og siðferði. ART er fastmótað uppeldisfræðilegt
þjálfunarmodel sem hefur það að markmiði að bæta samskiptafærni, draga úr hegðunarvanda, koma í veg fyrir ofbeldi og styrkja siðferðisleg
gildi einstaklinga.
Námskeiðið er kennt í tveimur lotum, lota 1 er dagana 7.-9. ágúst og lota 2 er 24. október

  • Tímasetning: 9.00 – 16.00 alla dagana
  • Dagsetning: 7. – 9. ágúst og 24. október 2024
  • Staðsetning: Grunnskóli Borgarfjarðar- Hvanneyri (Túngata 18)
  • Kostnaður vegna námskeiðsins er: 112.000.-

Skráning fer fram í gegnum netfangið skolathjonusta@borgarbyggd.is.

Gefa þarf upp nafn og kennitölu, símanúmer og vinnustað. Skráningarfrestur til 3. júní 2024

Tengdar fréttir

31. október, 2025
Fréttir

Reisugildi fjölnota íþróttahúss í Borgarbyggð

Fimmtudaginn 6. nóvember nk. verður haldið reisugildi við nýja fjölnota íþróttahúsið í Borgarbyggð, í tilefni þess að búið sé að loka húsinu. Hvetjum við öll til að mæta og skoða svæðið, boðið er upp á veitingar og léttar íþróttastöðvar þar sem hægt verður að sýna takta sína. Framkvæmdir við húsið hófust formlega með skóflustungu þann 20. mars síðastliðin en með …

30. október, 2025
Fréttir

Hlýnandi veður og möguleg asahláka um helgina

Vakin er athygli á að hlýnandi veður er spáð á morgun (31.10) og um helgina. Búast má við mögulegri asahláku. Slíkt getur skapað hálku og leysingar á götum, stígum og lóðum, sérstaklega þar sem klaki og snjór bráðna hratt. Íbúar eru hvattir til að tryggja að niðurföll við heimili þeirra séu opin og laus við snjó og klaka, svo frárennsli …