16. október, 2024
Fréttir

Lýðheilsa hinsegin ungmenna á landsbyggðinni

  • Hvernig byggjum við upp öruggara skólaumhverfi fyrir hinsegin ungmenna á landsbyggðinni?
  • Hvernig getum við bætt skólaumhverfið unnið gegn jaðarsetningu og stuðlað að meiri inngildingu hinsegin nemenda?
  • Hvernig getum við aukið þann stuðning sem hinsegin nemendur og fjölskyldur þurfa á að halda í skólanum landsbyggðinni?

Félagið Hinsegin lífsgæði efnir til fundar ætluðum kennurum og öðrum áhugasömum starfsmönnum í skólum sem hafa áhuga að auka þekkingu sína um lýðheilsu hinsegin ungmenna á landsbyggðinni, hvernig hægt er með stuðning við hinsegin ungmenni stuðlað að aukinni valdeflingu þeirra innan skólakerfisins.

Fundurinn fer fram í Hjálmaklett Borganesi föstudaginn 18. október 2024 milli kl. 13.30 -16.00

Dagskrá

13:30-13:35      Setning fundar

13:35-13:50      Tilruð verkefnisins Davíð Samúelsson M.Ed, verkefnastjóri Hinsegin lífsgæði

13:50 -14:10     Hinsegin veruleiki i skólum á landsbyggðinni Dr. Bergljót Þrastardóttir lektor við Háskólann á Akureyri

13:10-14:30      Hinsegin í sveitinni: Mikilvægi þess að fá að tilheyra heimabyggðinni
Í þessu erindi fer Ugla Stefanía yfir eigin reynslu að vera hinsegin á landsbyggðinni, mikilvægi þess að fá að tilheyra og fá að vera þú sjálf allstaðar, alltaf. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólk

14:30-14:45      Kaffi

14:45-15:00      Sem kennari vera til staðar, skapa öruggt skólaumhverfi Fanney Kristjánsdóttir, MA, Uppeldis- og sérkennari

15:00-15:15      Úrlausnamiðaðar leiðir hvernig getur skólaumhverfið stutt mig sem hinsegin nemenda

Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, doktorsnemi menntavísindum

15:15-15:30      Mikilvægi þess að vera með LGBT stuðninghóp og tryggja öryggi hinsegin nemenda Yuna Suzanne Joanne CARO, kennari og umsjónamaður hinsegin stuðningshóps – European School Brussel, Uccl

15:30-15:55      Kaffi og umræðuhópar

15:55-16:00      Fundi slitið

 

Í kjölfarið á fyrirlestrum er skipt upp 30 mínútur umræðuhópar – miðlum og lærum af hvort öðru.

Niðurstöður

Skráning á fundinn á info@rainbowsquare.org

Fundinum verður einnig streymt. https://zoom.us/j/95315583182?pwd=gI2nGaXwjycGN9mMQmLc8tDuxA6n05.1#success

 

 

 

Tengdar fréttir

24. mars, 2025
Fréttir

Laus störf hjá Borgarbyggð

Á ráðningarvef Borgarbyggðar er að finna yfirlit yfir öll þau fjölbreyttu störf sem í boði eru hjá sveitarfélaginu. Ýmist er um að ræða framtíðarstarf, fullt starf eða hlutastarf sem tilvalin eru með skóla. Markmið Borgarbyggðar er að hafa ávallt á að skipa hæfum, áhugasömum og traustum starfsmönnum sem sýna frumkvæði í starfi, veita íbúum þess góða þjónustu og geta brugðist …

21. mars, 2025
Fréttir

Fyrsta skóflustungan að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi fór fram í gær

Það var stór dagur í Borgarnesi í gær þegar fyrsta skóflustungan að nýju fjölnota íþróttahúsi var tekin. Þau ríflega 200 börn og fullorðnir sem mættu á staðinn fengu að leggja sitt af mörkum við upphaf framkvæmda, en öllum var boðið að mæta með skóflur og taka skóflustungu. Mikil gleði var meðal barnanna sem lengi hafa beðið eftir bættri íþróttaaðstöðu og …