
Lýðheilsa hinsegin ungmenna á landsbyggðinni
- Hvernig byggjum við upp öruggara skólaumhverfi fyrir hinsegin ungmenna á landsbyggðinni?
- Hvernig getum við bætt skólaumhverfið unnið gegn jaðarsetningu og stuðlað að meiri inngildingu hinsegin nemenda?
- Hvernig getum við aukið þann stuðning sem hinsegin nemendur og fjölskyldur þurfa á að halda í skólanum landsbyggðinni?
Félagið Hinsegin lífsgæði efnir til fundar ætluðum kennurum og öðrum áhugasömum starfsmönnum í skólum sem hafa áhuga að auka þekkingu sína um lýðheilsu hinsegin ungmenna á landsbyggðinni, hvernig hægt er með stuðning við hinsegin ungmenni stuðlað að aukinni valdeflingu þeirra innan skólakerfisins.
Fundurinn fer fram í Hjálmaklett Borganesi föstudaginn 18. október 2024 milli kl. 13.30 -16.00
Dagskrá
13:30-13:35 Setning fundar
13:35-13:50 Tilruð verkefnisins Davíð Samúelsson M.Ed, verkefnastjóri Hinsegin lífsgæði
13:50 -14:10 Hinsegin veruleiki i skólum á landsbyggðinni Dr. Bergljót Þrastardóttir lektor við Háskólann á Akureyri
13:10-14:30 Hinsegin í sveitinni: Mikilvægi þess að fá að tilheyra heimabyggðinni
Í þessu erindi fer Ugla Stefanía yfir eigin reynslu að vera hinsegin á landsbyggðinni, mikilvægi þess að fá að tilheyra og fá að vera þú sjálf allstaðar, alltaf. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólk
14:30-14:45 Kaffi
14:45-15:00 Sem kennari vera til staðar, skapa öruggt skólaumhverfi Fanney Kristjánsdóttir, MA, Uppeldis- og sérkennari
15:00-15:15 Úrlausnamiðaðar leiðir hvernig getur skólaumhverfið stutt mig sem hinsegin nemenda
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, doktorsnemi menntavísindum
15:15-15:30 Mikilvægi þess að vera með LGBT stuðninghóp og tryggja öryggi hinsegin nemenda Yuna Suzanne Joanne CARO, kennari og umsjónamaður hinsegin stuðningshóps – European School Brussel, Uccl
15:30-15:55 Kaffi og umræðuhópar
15:55-16:00 Fundi slitið
Í kjölfarið á fyrirlestrum er skipt upp 30 mínútur umræðuhópar – miðlum og lærum af hvort öðru.
Niðurstöður
Skráning á fundinn á info@rainbowsquare.org
Fundinum verður einnig streymt. https://zoom.us/j/95315583182?pwd=gI2nGaXwjycGN9mMQmLc8tDuxA6n05.1#success
Tengdar fréttir

Ungt fólk og lýðheilsa 2025 – Ráðstefna fyrir unga framtíðaleiðtoga
Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir árlegu ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsa dagana 12.–14. september 2025 á Reykjum í Hrútafirði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Félagslegir töfrar“, sem vísar til þeirra ósýnilegu en kröftugu áhrifa sem skapast í samskiptum og samveru – þar sem einstaklingar verða að hópi og samfélag verður til. Ráðstefnan er opin öllum ungum einstaklingum á aldrinum 15–25 ára, …

Starfsfólk og íbúar minnast Gísla Karlssonar, fyrrverandi sveitarstjóra og bæjarstjóra í Borgarnesi
Gísli Karlsson fyrrverandi bæjar- og sveitarstjóri í Borgarnesi Á morgun, fimmtudag, verður borinn til grafar Gísli Karlsson fyrrverandi sveitarstjóri og bæjarstjóri í Borgarnesi. Gísli fæddist árið 1940 á Brjánslæk á Barðaströnd. Hann lauk prófi landbúnaðarhagfræði frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1968 og starfaði í að því loknu sem ráðunautur í Danmörku. Árið 1971 réð Gísli sig til starfa við Bændaskólann …