Í Safnahúsi Borgarfjarðar næstkomandi fimmtudag verður sýningaropnun kl. 16:00 – 18:00 á leikfangasafni Guðmundar Stefáns Guðmundssonar.
Guðmundur er fæddur 14. júlí 1957 í Borgarnesi, en uppalinn á bænum Hvammi í Norðurárdal. Hann hefur alla tíð verið áhugamaður um vinnuvélar, sem og tækjum tengdum þeim, en hefur einnig safnað leikfanga vinnuvélum og bílum frá barnsaldri auk þess að smíða sjálfur tæki, vélar og fjöldan allan af trébílum. Á sýningunni er meðal annars til sýnis beltabíll sem Guðmundur smíðaði og er merktur Björgunarsveitinni Brák.
Sýningin stendur frá 11. janúar til 26. janúar 2024 í Hallsteinssal Safnahúss Borgarfjarðar
Allir velkomnir.

Tengdar fréttir

Samhugur í Borgarbyggð
Íbúar í Borgarbyggð, í samvinnu við Borgarfjarðarkirkjur og Rauða Krossinn á Vesturlandi, hafa tekið höndum saman um að safna fyrir þá sem þurfa auka stuðning fyrir jólin. Hópurinn “Samhugur í Borgarbyggð” safnar gjöfum, gjafakortum og peningum á skrifstofu Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi, einnig er hægt að leggja inn á reikning sem kirkjan hefur látið Samhug í té, rkn. 0357-22-2688, kt. …

Aðventuhátíð Borgarbyggðar 2025
Aðventuhátíð Borgarbyggðar verður haldin í Skallagrímsgarði, fyrsta í aðventu, þann 30. nóvember klukkan 16:00. Jólaljósin verða tendruð við skemmtilega dagskrá. Þau Árni Beinteinn og Sylvía Erla frá bestu lögum barnanna mæta, jólasveinar kíkja í heimsókn, Kristbjörg Ragney og Guðrún Katrín frá Listaskóla Borgarfjarðar syngja vel valin jólalög. Smákökur og kakó verða svo auðvitað á sínum stað ásamt jólamarkaði Öldunnar. Kynnir …