
Í Safnahúsi Borgarfjarðar næstkomandi fimmtudag verður sýningaropnun kl. 16:00 – 18:00 á leikfangasafni Guðmundar Stefáns Guðmundssonar.
Guðmundur er fæddur 14. júlí 1957 í Borgarnesi, en uppalinn á bænum Hvammi í Norðurárdal. Hann hefur alla tíð verið áhugamaður um vinnuvélar, sem og tækjum tengdum þeim, en hefur einnig safnað leikfanga vinnuvélum og bílum frá barnsaldri auk þess að smíða sjálfur tæki, vélar og fjöldan allan af trébílum. Á sýningunni er meðal annars til sýnis beltabíll sem Guðmundur smíðaði og er merktur Björgunarsveitinni Brák.
Sýningin stendur frá 11. janúar til 26. janúar 2024 í Hallsteinssal Safnahúss Borgarfjarðar
Allir velkomnir.
Tengdar fréttir

Sameiningarkosningar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps: Upplýsingar um kjördeildir og opnunartíma
Fimmtudaginn 18.09. 2025 verða opnar kjördeildir Borgarbyggðar í Félagsheimlinu Lindartungu Lindartungukjördeild, Félagsheimilinu Þinghamri Varmalandi , Þinghamarskjördeild og Grunnskólanum Kleppjárnsreykjum Kleppjárnsreykjakjördeild. Í Lindartungu verður opið milli 18:00 og 20:00. Í Þinghamri og Kleppjárnsreykjum mun vera opið á milli kl 16:00 og 20:00. Þennan dag (18.09) er opið í Ráðhúsi Borgarbyggðar milli 12.00 og 14.00 en þá einungis fyrir Borgarneskjördeild og í …

Bíllausi dagurinn 2025
Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið …