Leikskólinn Klettaborg 40 ára

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Leikskólinn Klettaborg, Borgarbraut 101, tók til starfa í núverandi húsnæði 11. október 1978 og fagnar því 40 ára afmæli sínu í dag. Börn og starfsfólk hafa í sameiningu skipulagt afmælisdaginn og það verður mikið fjör og gaman allan daginn.
Opið hús kl.15-16. Foreldrar og aðrir velunnarar eru velkomnir í heimsókn til okkar og þiggja veitingar.

HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR,

BÖRN OG STARFSFÓLK