Íbúafundur í Lyngbrekku

Ráðhús BorgarbyggðarAthyglisvert, Fréttir, Póstlisti

Borgarbyggð boðar til íbúafundar í félagsheimilinu Lyngbrekku mánudagskvöldið 9. Júlí kl. 20:00 vegna náttúruhamfaranna í Hítardal. Fundurinn er m.a. ætlaður til upplýsingar fyrir þá  íbúa sveitarfélagsins sem tengjast hamfarasvæðinu á einhvern hátt. Til fundarins hafa m.a. verið boðaðir fulltrúar lögreglunnar og almannavarna, Landsbjargar, Veðurstofunnar, Landgræðslunnar, Veiðimálastofnunar, Bændasamtakanna og Náttúruhamfaratryggingar.

Með kveðju

Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri