Græn svæði í fóstur

Finnst þér of sjaldan slegið í holtinu bak við hús?
Þyrfti að gróðursetja þar tré til skjóls og prýði.
Myndu blóm og blómstrandi runnar gefa lífinu lit? …
Taktu opið svæði í fóstur!

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið að bjóða íbúum og samtökum þeirra að taka opin svæði í þéttbýli í fóstur. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að fegra sitt nánasta umhverfi á tímum þegar sveitarsjóður hefur ekki bolmagn til að sinna öðru en mikil­vægustu verkefnum.

Áhugasamir eru hvattir til sækja um til sveitarfélagsins.

Hægt er að sækja um með því að fylla út umsóknareyðublað sem finna má á heimasíðu Borgarbyggðar http://www.borgarbyggd.is eða með því að skrifa sveitarfélaginu bréf.Ýmsir áhugasamir íbúar sveitarfélagsins hafa að eigin frumkvæði þegar hafist handa við að prýða opin svæði í eigu eða umsjón sveitarfélagsins.  Þegar ekki er vitað um slík verk er alltaf sú hætta fyrir hendi að yfirvöld í sveitarfélaginu ákveði framkvæmdir sem ella hefði verið sleppt.

Þeir sem þegar hafa hafist handa við slík verkefni af eigin frumkvæði, eru hvattir til að gera um þau samning.