Hlutverk og markmið

Í aðalnámskrá tónlistarskóla segir að tónlistarskólar gegni fjölbreyttu hlutverki í samfélaginu. Þeim ber að stuðla að öflugu tónlistarlífi jafnframt því að vinna að aukinni hæfni, þekkingu og þroska einstaklinga. Skólum ber að taka tillit til margvíslegra áhugasviða nemenda, getu þeirra og þroska. Kennsluaðferðir og viðfangsefni þeirra þurfa því að vera fjölbreytt og er sveigjanleiki í skólastarfi nauðsynlegur.

Í aðalnámskrá tónlistarskóla segir m.a.:

,,Hlutverk tónlistarskóla er að:

  • stuðla að aukinni hæfni nemenda til að flytja, greina og skapa tónlist og til að hlusta á tónlist og njóta hennar…
  • búa nemendur undir að geta iðkað tónlist upp á eigin spýtur…
  • búa nemendur undir nám í tónlist og skyldum greinum á háskólastigi…
  • stuðla að auknu tónlistarlífi…“