Námsskipan

Kennt er á öll helstu hljóðfæri auk söngs. Einnig er forskóladeild við skólann.

Forskólanámið, hljóðfæranámið og söngnámið fer fram í einkatímum og hóptímum. Nemendur í fullu námi fá einkatíma 60 mín. á viku en nemendur í hálfu námi fá 30 mín. Hóptímarnir eru 30-45 mín. á viku.

Samleikur/söngur er veigamikill hluti tónlistarnámsins, en hann er þroskandi, hefur mikið félagslegt gildi, eflir samkennd og tillitssemi og styrkir ábyrgðartilfinningu og sjálfsvitund nemenda.