Leikskólinn Ugluklettur

Mynd_1425234Leikskólinn Ugluklettur stendur við Ugluklett í Borgarnesi. Í leikskólanum eru um það bil 65 börn á þremur deildum og stendur skólinn í útjaðri bæjarins þar sem villtur gróður og náttúran eru við garðhliðið. Nöfnin á rýmum leikskólans eru sótt í örnefni héraðsins, til að mynda heita deildirnar eftir fjöllunum Skessuhorni, Baulu og Grábrók. Húsnæði leikskólans var tekið í notkun haustið 2007 og rúmar 60-70 börn.

Leikskólastjóri er Kristín Gísladóttir
Síminn í Uglukletti er 433-7150.

Veffang leikskólans Uglkletts www.ugluklettur.leikskolinn.is