Samkomuhúsið við Þverárrétt

Samkomuhúsið við Þverárrétt er staðsett ofarlega í Þverárhlíð.

Í húsinu er lítill samkomusalur, ágætlega búið eldhús með borðstofu, snyrtingar og sturta.

Aðstaða til að tjalda við húsið er leigð út með húsinu. Þar er skjólsælt og mikill trjágróður.

Hægt er að leigja húsið út fyrir allar almmennar samkomur, einkasamkvæmi og ættarmót.

Næsta sundlaug við húsið er á Varmalandi.

Samkomuhúsið við Þverárrétt er í eigu Borgarbyggðar en Kvenfélag Þverárhlíðar sér um rekstur þess. Upplýsingar um leigu á húsinu og starfsemi þar veitir Laufey Valsteinsdóttir í síma 435 1346, netfang: kviar@vesturland.is;

Áhugaverðir staðir í nágrenni við Samkomuhúsið við Þverárrétt eru m.a. Varmaland, Glanni og Paradísarlaut í Norðurárdal, Grjótháls og fleiri.