Félagsheimilið Lyngbrekka

Félagsheimilið Lyngbrekka er staðsett í Álftaneshreppi á Mýrum.

Í húsinu er ágætur samkomusalur með sviði og ágætlega búnu eldhúsi, litlu fundarherbergi og snyrtingum.

Hægt er að leigja húsið fyrir allar almennar samkomur, einkasamkvæmi, ættarmót og fleira.

Lyngbrekka er í eigu Borgarbyggðar og ungmennafélaganna Björns Hítdælakappa og Egils Skallagrímssonar.

Leikdeild UMF Skallagríms sér um rekstur og útleigu félagsheimilisins.

Umsjónarmaður: Ágúst Þorkelsson
Pöntunarsími: 662-6275
Netfang: f.h.lyngbrekka@gmail.com

Meðal áhugaverðra staða í nágrenni Lyngbrekku er Eldborg, Hítarvatn, Akrafjörur og Akrakirkja.