Félagsheimilið Brún í Bæjarsveit

Félagsheimilið Brún er staðsett í Bæjarsveit í Andakíl.

Í húsinu er ágætur samkomusalur, ágætlega búið eldhús, snyrtingar og lítið svið.

Sundlaug er við húsið og stutt er í sundlaug á Kleppjárnsreykjum.

Formaður húsnefndar er Davíð Pétursson

Húsvörður er Haraldur Sigurðsson s. 869-5889 netfang:haraldurs@hotmail.com

Hægt er að leigja húsið fyrir allar almennar samkomur, einkasamkvæmi, ættarmót og fleira.
Við brún er aðstaða til að tjalda og er svæðið leigt til þess jafnhliða leigu á húsinu.

Félag eldri borgara í Borgarfjarðardölum hefur aðstöðu í húsinu og fundar þar jafnan hvern miðvikudag.

Brún er að meirihluta í eigu Borgarbyggðar en Skorradalshreppur á um 10% eignarhlut í húsinu. Sundlaugin í Brún er í eigu Borgarbyggðar.

Stutt er í flugvöll á Stóra Kroppi.