Félagsheimilið Brúarás

Félagsheimilið Brúarás er í landi Stóra Áss og staðsett við brúna yfir Hvítá við Bjarnastaði.

 

Félagsheimilið Brúarás er að meirihluta í eigu Borgarbyggðar. Aðrir eigendur eru kvenfélögin í Hálsasveit og Hvítársíðu auk Búnaðarfélags Hálsasveitar og Þverárþings.

Félagsheimilið er í langtímaleigu og rekur fyrirtækið Brúarás ehf þar veitingahús.

Meðal áhugaverðra staða í nágrenni Brúaráss má nefna Hraunfossa og Barnafoss, Húsafell, Víðgelmi í landi Fljótstungu og Surtshelli.