Félagsheimilið Brautartunga

Félagsheimilið í Brautartungu er í eigu Ungmennafélagsins Dagrenningar og var byggt af félagsmönnum árið 1964 og síðar var húsið stækkað og byggð sundlaug. Félagsheimilið hefur verið vinsæll staður fyrir ættarmót, brúðkaup og aðra viðburði en í húsinu er stór salur sem rúmar um 200 manns í sæti. Öðru megin salarins er svið en hinumegin minni salur og rúmgott eldhús. Á efri hæð er setustofa með nokkrum sófum og sófaborðum.

Félagsheimilið Brautartunga er staðsett í Lundarreykjadal við bæinn Brautartungu.

Hægt er að panta húsið eða fá frekari upplýsingar um aðstöðu, verð og annað í gegnum netfangið umfdagrenning@gmail.com eða í síma 869-7193

Nánari upplýsingar á www.brautartunga.is