Tómstundaskóli

Sumarfjör er starfrækt fyrir börn í 1. – 7. bekkjum í grunnskólum Borgarbyggðar. Áhersla er lög ða fjölbreytt og skemmtilegt starf yfir sumarið með vikulöngum námskeiðum. Farið er í leiki, gönguferðir, listasmiðjur og að kynna hinar ýmsu íþróttir.

Tómstundaskólinn er hluti af Sumarfjörinu og er fyrir þau börn sem eru að ljúka leikskólagöngu og hefja grunnskólagöngu sína. Hann er starfræktur sem hluti af Sumarfjöri í ágúst.

Þátttakendur taka með sér nesti.

Námskeiðin eru opin öllum óháð búsetu í sveitarfélaginu. Skráð er fyrir eina viku í einu og gengið er frá greiðslu um leið.

Upplýsingar um Sumarfjör og Tómstundaskólann veitir Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, tómstundafulltrúi í tölvupósti á netfangið siggadora@umsb.is og í síma 869 8646.
Nánari upplýsingar um Sumarfjör og Tómstundaskólann má nálgast hér.