Íþrótta- og tómstundafélög

Í Borgarbyggð er boðið upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf sem nær til allra aldurshópa. Í Borgarbyggð starfa mörg íþróttafélög og er öll aðstaða til íþróttaiðkunar til staðar í Borgarbyggð. Hér má finna upplýsingar um félög og deildir sem sinna íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi í Borgarbyggð.

Reglur um akstursstyrki vegna íþróttaæfinga

Borgarbyggð hefur sett sér reglur um akstursstyrki barna og unglinga sem stunda reglulegar íþróttaæfingar á vegum félagasamtaka í Borgarbyggð. Um er að ræða skipulagðar íþróttaæfingar á vegum félagasamtaka í Borgarbyggð en ekki á vegum einstaklinga eða utanaðkomandi aðila. Markmiðið með þessum reglum er að stuðla að jöfnun aðstöðu barna og unglinga í Borgarbyggð. Reglurnar má nálgast hér.