roofing

Í Borgarbyggð er starfrækt ein félagsmiðstöð fyrir 10-16 ára börn og ungmenni í sveitarfélaginu. Félagsmiðstöðin Óðal er staðsett í Borgarnesi á Gunnlaugsgötu 8b.

Fyrir hvað stendur félagsmiðstöðin? 

Starf á vegum félagsmiðstöðva er í eðli sínu forvarnarstarf sem unnið er með viðhorf og atferli unglinga í átt til heilbrigðs lífsstíls og virkni í samfélaginu. Félagsmiðstöðvarstarfinu er jafnframt ætlað að styðja við félagsfærni, sjálfseflingu, sköpun og heilbrigði. Þátttaka í skipulögðu frístundastarfi í umsjá fagfólks í öruggu umhverfi hefur mikið forvarnargildi. Með því að bjóða börnum og ungmennum upp á jákvæð viðfangsefni í frítímanum með jákvæðum fyrirmyndum aukast líkur á því að þau kjósi heilbrigðan lífsstíl og forðist áhættuhegðun. Í félagsmiðstöðvastarfi er lögð áhersla á forvarnir gegn óæskilegri hegðun en í þeim reglum sem gilda í starfi Óðals er skýr afstaða tekin gegn allri vímuefnaneyslu og neyslu orkudrykkja sem og annarri neikvæðri/og eða óæskilegri hegðun.

Hvað bíður Óðal upp á? 

Í Óðal er boðið upp á uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10.-16. ára börn og unglinga í Borgarbyggð. Lagt er áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni svo öll eiga að finna eitthvað við sitt hæfi. Unnið er í klúbbum, sértæku hópastarfi, opnu starfi og tímabundnum verkefnum. Við leggjum áherslu á virkt barnalýðræði í félagsmiðstöðinni og starfar húsráð í Óðal sem vinnur að setja upp dagskrá og skipuleggur viðburði í samstarfi við starfsfólk. Meðal árlegra viðburða má nefna, vökunótt, LAN, Samfestingurinn og Æskulýðsballið sem Óðal heldur fyrir allar félagsmiðstöðvar á Vesturlandi.