Forvarnarstefna tómstundanefndar

Forvarnarstefna tómstundanefndar
Forvarnarstefna Óðals
Forvarnarstefna Mímis

Markmið

 • Að gera starfsfólk, þjálfara og leiðbeinendur barna og unglinga betur meðvitaða um vímuvarnir.
 • Að setja reglur um bann og viðurlög við hvers konar vímuefnanotkun þátttakenda og starfsmanna í starfi á vegum tómstundanefndar.
 • Að vinna að aukinni þátttöku 16 – 18 ára ungmenna í skipulögðu æskulýðsstarfi.
 • Að vinna að fræðslu um vímuvarnir.
 • Að standa fyrir fræðslu fyrir foreldra um forvarnarmál og ábyrgð í uppeldi.

Framkvæmd

 • Í samvinnu við skóla og frjáls félagasamtök verði boðið upp á námskeið um vímuvarnir fyrir starfsfólk, þjálfara og aðra leiðbeinendur.
 • Að vinna reglur um bann við hvers konar vímuefnanotkun í öllu starfi sem er skipulagt af tómstundanefnd.
 • Skipuleggja starfsemi sem er ætluð unglingum á aldrinum 16-18 ára.
 • Standa fyrir fræðslufundi fyrir unglinga þar sem ungmenni ræða forvarnarmál.
 • Vera í samstarfi við SAMFÉS (samtök félagsmiðstöðva) og aðra varðandi fræðsluefni og framkvæmd forvarnarfræðslu.
 • Skipuleggja fund þar sem foreldrum er sérstaklega boðið til þess að taka þátt í og kynna sér starf barna og unglinga í félagsmiðstöðinni.
 • Vinna markvisst að því að gera alla foreldra meðvitaða um ábyrgð sína í uppeldi.

Forvarnarstefna Vinnuskóla Borgarbyggðar

Markmið

 • Að standa fyrir fræðslu leiðbeinenda um vímuvarnir og hlutverk þeirra sem fyrirmynd nemenda.
 • Að setja reglur um bann við notkun vímuefna meðal starfmanna, innan vinnuskólans.

Framkvæmd

 • Boðið verði upp á fræðslu til stjórnenda og leiðbeinenda vinnuskólans líkt og gert hefur verið undanfarin ár, m.a. um mikilvægi vímuvarna og samskipti við unglinga.
 • Reglur um bann við hvers konar tóbaks og vímuefnanotkun hjá flokkstjórum, verkstjóra og nemendum unglingavinnunar.
 • Nemendum verði gerð grein fyrir reglum unglingavinnunar og skyldu hans til að upplýsa foreldra/forráðamenn um brot á slíkum reglum.
 • Fræðsla um vímuvarnir verði hluti af fræðslu nemenda vinnuskólans.