Laus störf

Hér er að finna auglýsingar um þau störf
sem nú eru laus hjá Borgarbyggð

Byggingarfulltrúi Borgarbyggðar

Borgarbyggð auglýsir starf byggingarfulltrúa á umhverfis- og skipulagssviði laust til umsóknar. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í lifandi umhverfi. Byggingarfulltrúi ber ábyrgð á byggingarmálum og hefur eftirlit með mannvirkjagerð sem fellur undir 1. og 2. mgr. 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

Helstu verkefni byggingarfulltrúa eru yfirferð og afgreiðsla byggingarleyfisumsókna vegna byggingarleyfisskyldra framkvæmda, stöðuleyfa og fyrirspurna auk útgáfu byggingarleyfa að uppfylltum skilyrðum.

Byggingarfulltrúi annast að auki eftirlit með byggingarframkvæmdum og frágangi þeirra, sem og umhverfi lóða til samræmis við samþykkt gögn, skilmála, byggingarreglugerð og lög sem því tengjast.

Hann sinnir einnig öðrum verkefnum sem falla undir verksvið byggingarfulltrúa og umhverfis- og skipulagssvið hverju sinni.

Menntunar- og hæfniskröfur eru háskólamenntun á sviði byggingarmála með löggildingu í mannvirkjahönnun skv. 25. gr. laga um mannvirki og reynsla á sviði byggingar-mála og lagaumhverfis þess. Lögð er áhersla á frumkvæði, skipulagshæfni, fagmennsku og góða samskiptahæfileika.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við Samband íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 27. nóvember n.k.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri í síma 433-7100. Umsóknir ásamt ítarlegri starfsferilsskrá og kynningarbréfi skulu sendar til borgarbyggd@borgarbyggd.is

 
Félagsþjónustan auglýsir eftir liðveitendum

Okkur hjá félagsþjónustunni í Borgarnesi vantar hressa einstaklinga, karla jafnt sem konur til starfa sem félagsleg liðveisla.

Um er að ræða hlutastarf og er því tilvalið sem aukastarf með námi eða öðru starfi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Kristinsdóttir, þroskaþjálfi í síma 433-7100 eða á gudrunkr@borgarbyggd.is
STUÐNINGS FJÖLSKYLDUR - STUÐNINGUR VIÐ BÖRN

Félagsþjónusta Borgarbyggðar leitar  að fólki sem er tilbúið til að gerast stuðningsfjölskylda.  Hlutverkið felst í að taka barn/börn inn á heimilið t.d. yfir helgi. Um er að ræða börn með fötlun eða börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður.

Við leitum einnig að fólki sem er tilbúið til að vera stuðningur við börn / unglinga nokkra tíma á viku – Hlutverkið felst í t.d. aðstoð við heimanám, en fyrst og fremst uppbyggilegri samveru.

Við leitum að fólki sem er fært um að skapa öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni en skýrum mörkum.

Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafi samband við félagsþjónustu Borgarbyggðar sími 433-7100, netföng: freyja@borgarbyggd.is, gudrunkr@borgarbyggd.is, vildis@borgarbyggd.is
Dagforeldrar í Borgarbyggð

Dagforeldrar óskast til starfa í Borgarbyggð. Nú er tækifæri fyrir áhugasama aðila að starfa með yngstu börnunum í heimahúsi. Um starfsemi dagforeldra gildir reglugerð nr. 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum.

Verkefni og ábyrgðarsvið

  • Starfa sem sjálfstæðir verktakar með starfsleyfi og eftirlit frá Borgarbyggð
  • Veita börnum góða umönnun, öryggi og hlýju
  • Sækja grunnnámskeið fyrir dagforeldra
  • Taka þátt í skyndihjálparnámskeiðum og fræðslu sem boðið er upp á hverju sinni

 

Hæfniskröfur

  • Skal ekki vera yngri en 20 ára
  • Heilsuhraustur
  • Hafa ríka ábyrgðartilfinningu
  • Aðgangur að húsnæði sem uppfyllir þau skilyrði sem sett eru fram í reglugerð
  • Aðgangur að útileiksvæði

 

Niðurgreiðslur og gjöld foreldra eru samkvæmt núgildandi reglum um niðurgreiðslur til dagforeldra í Borgarbyggð.

Umsóknafrestur er til og með 30. mars 2017.

Upplýsingar um störfin veitir Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang: annamagnea@borgarbyggd.is og í síma 840 1522.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um leyfi til daggæslu barna á íbúagátt Borgarbyggðar. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Nánari upplýsingar um starfsemi dagforeldra má finna hér.