Laus störf

Hér er að finna auglýsingar um þau störf
sem nú eru laus hjá Borgarbyggð

Grunnskólinn í Borgarnesi - frístundaleiðbeinandi

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf frístundaleiðbeinanda

Í boði er hlutastarf þar sem vinnutíminn er frá 13:15 - 15:15 fjóra daga vikunnar.

Markhópur frístundar í Grunnskólanum í Borgarnesi eru börn á aldrinum 6-9 ára.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kjalar og Launanefndar sveitarfélaga. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Leiðbeina börnum í leik og starfi
 • Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn
 • Samvinna við börn og starfsfólk
 • Samvinna og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi frístundar í Borgarnesi

Hæfniskröfur:

 • Áhugi á að vinna með börnum
 • Frumkvæði og sjálfstæði
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jónína Heiðarsdóttir í síma 847-7997 (frá kl. 12:00-16:00) eða á netfanginu joninahe@grunnborg.is

Umsóknarfrestur er til 25. september n.k.
Borgarbyggð auglýsir eftir umsjónaraðila með samkomusal í Hjálmakletti

Um er að ræða 10% stöðu umsjónaraðila samkomusals í Hjálmakletti. Einnig eru sérstakar greiðslur fyrir viðveru, undirbúning og frágang vegna funda eða samkoma sem haldnar eru í húsinu.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.

Verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Umsjón með útleigu salarins
 • Undirbúningur og frágangur vegna viðburða
 • Þjónusta við leigutaka vegna viðburða

Hæfniskröfur:

 • Ábyrgð
 • Samviskusemi
 • Skilvirkni
 • Rík þjónustulund og lipurð í samskiptum

Upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Guðmundsdóttir mannauðsstjóri í síma 433-7100. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsóknir á netfangið ingibjorg@borgarbyggd.is

Umsóknarfrestur er til 24. september n.k.
Staða innheimtufulltrúa Borgarbyggðar.

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf innheimtufulltrúa. Starfshlutfall er 100% og brýnt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst

 

Verkefni og ábyrgðarsvið:

Ábyrgð á útgáfu og útsendingu reikninga

Umsjón með innheimtuaðgerðum og útsendingu innheimtubréfa

Álagning fasteignagjalda

Móttaka og símsvörun þegar þörf er á

Almenn skrifstofustörf og tilfallandi verkefni

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

Stúdentspróf

Reynsla sem nýtist í starfi

Góð tölvukunnátta, þekking á Navision æskileg

Sjálfstæð, skipulögð og öguð vinnubrögð

Rík þjónustulund og lipurð í samskiptum

Sterk íslenskukunnátta í ræðu og riti

Upplýsingar veitir Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs í síma 433-7100.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til 17. september. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið eirikur@borgarbyggd.is. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.
STUÐNINGS FJÖLSKYLDUR - STUÐNINGUR VIÐ BÖRN

Félagsþjónusta Borgarbyggðar leitar  að fólki sem er tilbúið til að gerast stuðningsfjölskylda.  Hlutverkið felst í að taka barn/börn inn á heimilið t.d. yfir helgi. Um er að ræða börn með fötlun eða börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður.

Við leitum einnig að fólki sem er tilbúið til að vera stuðningur við börn / unglinga nokkra tíma á viku – Hlutverkið felst í t.d. aðstoð við heimanám, en fyrst og fremst uppbyggilegri samveru.

Við leitum að fólki sem er fært um að skapa öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni en skýrum mörkum.

Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafi samband við félagsþjónustu Borgarbyggðar sími 433-7100, netföng: freyja@borgarbyggd.is, gudrunkr@borgarbyggd.is, vildis@borgarbyggd.is eða hjordis@borgarbyggd.is

 
Dagforeldrar í Borgarbyggð

Dagforeldrar óskast til starfa í Borgarbyggð. Nú er tækifæri fyrir áhugasama aðila að starfa með yngstu börnunum í heimahúsi. Um starfsemi dagforeldra gildir reglugerð nr. 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum.

Verkefni og ábyrgðarsvið

 • Starfa sem sjálfstæðir verktakar með starfsleyfi og eftirlit frá Borgarbyggð
 • Veita börnum góða umönnun, öryggi og hlýju
 • Sækja grunnnámskeið fyrir dagforeldra
 • Taka þátt í skyndihjálparnámskeiðum og fræðslu sem boðið er upp á hverju sinni

 

Hæfniskröfur

 • Skal ekki vera yngri en 20 ára
 • Heilsuhraustur
 • Hafa ríka ábyrgðartilfinningu
 • Aðgangur að húsnæði sem uppfyllir þau skilyrði sem sett eru fram í reglugerð
 • Aðgangur að útileiksvæði

 

Niðurgreiðslur og gjöld foreldra eru samkvæmt núgildandi reglum um niðurgreiðslur til dagforeldra í Borgarbyggð.

Umsóknafrestur er til og með 30. mars 2017.

Upplýsingar um störfin veitir Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang: annamagnea@borgarbyggd.is og í síma 840 1522.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um leyfi til daggæslu barna á íbúagátt Borgarbyggðar. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Nánari upplýsingar um starfsemi dagforeldra má finna hér.