Laus störf

Hér er að finna auglýsingar um þau störf
sem nú eru laus hjá Borgarbyggð

Laus störf í leikskólanum Andabæ, Hvanneyri

Leikskólinn Andabær er þriggja deilda leikskóli í fallegu umhverfi á Hvanneyri sem starfar í anda hugmyndafræðinnar Leiðtoginn í mér, leggur áherslu á náttúru og sjálfbærni og leik sem aðalnámsleið barna.

Sérkennslustjóri í 50% stöðu

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.
 • Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt leikskólastjóra.
 • Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskóla.
 • Ber ábyrgð á miðlun upplýsinga milli sérkennsluráðgjafa/sérkennslufulltrúa leikskóla og starfsmanna leikskólans.
 • Hefur umsjón með uppeldis- og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu.

Hæfniskröfur:

 • Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg.
 • Reynsla af sérkennslu.
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
 • Góð íslenskukunnátta.

Sérkennsla, 50% staða

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.
 • Ber ábyrgð á framkvæmd sérkennslunnar í leikskólanum ásamt sérkennslustjóra og leikskólastjóra.
 • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
 • Fylgist vel með velferð barna og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.

Hæfniskröfur:

 • Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af sérkennslu æskileg.
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
 • Góð íslenskukunnátta.

Leikskólakennari í 100% stöðu

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.
 • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
 • Fylgist vel með velferð barna og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
 • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi í samstarfi við deildarstjóra

Hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun.
 • Reynsla af vinnu í leikskóla.
 • Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar.
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Góð íslenskukunnátta.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Sigurjónsson leikskólastjóri, sigurdurs@borgarbyggd.is eða Áslaug Ella Gísladóttir aðstoðarleikskólastjóri, aslaug@borgarbyggd.is Einnig er hægt að hafa samband í síma: 433 7170

 Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara.

Umsóknarfrestur er til og með 10.07.17

Umsóknir skulu sendar rafrænt á  sigurdurs@borgarbyggd.is

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
Leikskólakennari - Hnoðraból

LEIKSKÓLAKENNARI ÓSKAST Á LEIKSKÓLANN HNOÐRABÓL Í REYKHOLTSDAL

 

Leikskólinn Hnoðraból er tveggja deilda leikskóli staðsettur í fallegu umhverfi sem starfar eftir hugmyndafræðinni Leiðtoginn í mér. Þar dvelja að jafnaði 21 börn á aldrinum 12 mánaða til 5 ára.

Óskað er eftir leikskólakennara sem getur hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Leikskólakennari vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæð vinnubrögð
 • Skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður
 • Góð íslenskukunnátta

Ef ekki fæst leikskólakennari í stöfin kemur til greina að ráða starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og /eða reynslu

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.

Umsóknarfrestur er til 10. júlí 2017

Umsóknir skulu sendar rafrænt á sjofn@borgarbyggd.is

 

Nánari upplýsingar veitir Sjöfn G.Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri í síma 433-7180 eða 862-0064, eða í tölvupósti,sjofn@borgarbyggd.is

 
Grunnskóli Borgarfjarðar - laus störf

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir laus störf til umsóknar.

 

Starfsmaður í  skólaseli á Hvanneyri, 50% staða

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn.
 • Leiðbeina börnum í leik og starfi.
 • Samráð og samvinna við börn og annað starfsfólk.
 • Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að skólaseli.

Hæfniskröfur

 • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
 • Áhugi á að vinna með börnum.
 • Frumkvæði og sjálfstæði.
 • Færni í samskiptum.

 Aðstoðarmatráður í samreknu mötuneyti á Hvanneyri, 50% staða

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Að aðstoða yfirmann mötuneytisins við að undirbúa, framreiða og ganga frá eftir máltíðir.
 • Sjá um þvotta.

Hæfniskröfur

 • Reynsla af störfum við matargerð æskileg.
 • Áhugi og þekking á matreiðslu.
 • Jákvætt viðmót og þjónustulund.
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
 • Nákvæmni í starfi.

 Skólaliði í GBF-Varmalandsdeild, 100% staða

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Ræsting, ganga-, frímínútnavarsla og gæsla í búningsklefum
 • Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk.
 • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk.

Hæfniskröfur

Mikilvægt er að umsækjendur hafi áhuga á að starfa með börnum, búi yfir færni í mannlegum  samskiptum, frumkvæði  í  starfi,  jákvæðni,  sjálfstæði og skipulögðum vinnubrögðum  og  séu tilbúnir að vinna eftir stefnu og gildum skólans. Sjá heimasíðu http://www.gbf.is/ .

Umsóknarfrestur er til  10. júlí  n.k.

Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra með upplýsingum um menntun, starfsreynslu, ásamt ábendingu um meðmælendur.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Grunnskóla Borgarfjarðar og  Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.

Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 847-9262/433-7300 netfang;  ingibjorg.inga@gbf.is

 
STUÐNINGS FJÖLSKYLDUR - STUÐNINGUR VIÐ BÖRN

Félagsþjónusta Borgarbyggðar leitar  að fólki sem er tilbúið til að gerast stuðningsfjölskylda.  Hlutverkið felst í að taka barn/börn inn á heimilið t.d. yfir helgi. Um er að ræða börn með fötlun eða börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður.

Við leitum einnig að fólki sem er tilbúið til að vera stuðningur við börn / unglinga nokkra tíma á viku – Hlutverkið felst í t.d. aðstoð við heimanám, en fyrst og fremst uppbyggilegri samveru.

Við leitum að fólki sem er fært um að skapa öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni en skýrum mörkum.

Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafi samband við félagsþjónustu Borgarbyggðar sími 433-7100, netföng: freyja@borgarbyggd.is, gudrunkr@borgarbyggd.is, vildis@borgarbyggd.is eða hjordis@borgarbyggd.is

 
Dagforeldrar í Borgarbyggð

Dagforeldrar óskast til starfa í Borgarbyggð. Nú er tækifæri fyrir áhugasama aðila að starfa með yngstu börnunum í heimahúsi. Um starfsemi dagforeldra gildir reglugerð nr. 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum.

Verkefni og ábyrgðarsvið

 • Starfa sem sjálfstæðir verktakar með starfsleyfi og eftirlit frá Borgarbyggð
 • Veita börnum góða umönnun, öryggi og hlýju
 • Sækja grunnnámskeið fyrir dagforeldra
 • Taka þátt í skyndihjálparnámskeiðum og fræðslu sem boðið er upp á hverju sinni

 

Hæfniskröfur

 • Skal ekki vera yngri en 20 ára
 • Heilsuhraustur
 • Hafa ríka ábyrgðartilfinningu
 • Aðgangur að húsnæði sem uppfyllir þau skilyrði sem sett eru fram í reglugerð
 • Aðgangur að útileiksvæði

 

Niðurgreiðslur og gjöld foreldra eru samkvæmt núgildandi reglum um niðurgreiðslur til dagforeldra í Borgarbyggð.

Umsóknafrestur er til og með 30. mars 2017.

Upplýsingar um störfin veitir Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang: annamagnea@borgarbyggd.is og í síma 840 1522.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um leyfi til daggæslu barna á íbúagátt Borgarbyggðar. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Nánari upplýsingar um starfsemi dagforeldra má finna hér.