Laus störf

Hér er að finna auglýsingar um þau störf
sem nú eru laus hjá Borgarbyggð

Afleysingarstörf í búsetuþjónustu

Starfsmenn óskast til sumarafleysinga í búsetuþjónustu í Borgarnesi.

 2 störf eru í boði. Þau felast m.a. í að aðstoða fólk með fötlun í daglegu lífi, heimsendingu á matarbökkum frá Brákarhlíð og félagsleg liðveisla.

Umsækendur þurfa að geta hafið störf 1. júní nk.

Umsækendur þurfa að vera eldri en 20 ára og hafa ökuréttindi.

Laun samkvæmt kjarasamningum.

Umsóknarfrestur er til 28. apríl nk.

Nánari upplýsingar gefur:

Guðbjörg í síma 893-9280, milli kl. 8.00-16.00 alla virka daga.

Netfang gudbjorgg@borgarbyggd.is
Lausar stöður við Grunnskólann í Borgarnesi

Lausar stöður við Grunnskólann í Borgarnesi

Við leitum að öflugum einstaklingum í eftirtaldar stöður frá og með 1. ágúst 2017

 • Umsjónarkennsla á yngsta stigi
 • Kennsla á unglingastigi í ensku, dönsku og náttúrufæði. Um er að ræða eina stöðu.

Menntun, reynsla og hæfni:

 • Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla.
 • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
 • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og sköpunarkjarkur.
 • Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar.

Óskað er eftir einstaklingum sem er tilbúnir að taka þátt í virku og skapandi skólastarfi og hefur hugrekki til þess að feta nýjar leiðir.

Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður skóli með um 300 nemendur í 1.–10. bekk og tekur virkan þátt í skólasamfélagi Borgarbyggðar.

Mikil þróun á sér stað innan skólans og einstakt tækifæri fólgið í því að vera hluti af þeirri sterku heild sem kennarar og starfsfólk skólans mynda.

Umsóknarfrestur er til 24. apríl 2017 

Umsóknir skal senda til Júlíu Guðjónsdóttur skólastjóra, julia@grunnborg.is, einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá henni í síma 862-1519.
Lausar kennarastöður við Hvanneyrardeild GBf.

Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli með um 200 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri.

Tvo kennara vantar í fullar stöður að Hvanneyrardeild skólans vegna afleysinga. Um er að ræða umsjónarkennara á yngsta stigi.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KI og LS.  Umsóknarfrestur er til  1.maí n.k.

Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra með upplýsingum um menntun, réttindi og  starfsreynslu, ásamt ábendingu um meðmælendur.

Mikilvægt er að umsækjendur hafi áhuga á að starfa með börnum, búi yfir færni í mannlegum  samskiptum, frumkvæði  í  starfi,  jákvæðni,  sjálfstæði og skipulögðum vinnubrögðum  og  séu tilbúnir að vinna eftir stefnu og gildum skólans. Sjá heimasíðu http://www.gbf.is/ .

Í samræmi við jafnréttisstefnu Grunnskóla Borgarfjarðar og  Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.

Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 847-9262/433-7300 netfang;  ingibjorg.inga@gbf.is
Sumarstörf við sundlaugar

Sumarafleysingarstarfsmenn óskast:

Við sundlaugina í Borgarnesi frá 30. maí til 31. ágúst

Við sundlaugina á Kleppjárnsreykjum frá 1. júní til 15. ágúst

Við sundlaugina á Varmalandi frá 1. júní til 15. ágúst

Hæfniskröfur:

Viðkomandi verður að vera orðin fullra 18 ára

Standast hæfnispróf sundstaða

Með góða þjónustulund

Upplýsingar veitir Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður í s: 433-7140. Umsóknir má skila í Íþróttamiðastöðina í Borgarnesi eða senda á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is
Sviðsstjóri umhverfis - og skipulagssviðs Borgarbyggðar

Borgarbyggð auglýsir starf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs laust til umsóknar. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í lifandi umhverfi. Viðkomandi verður einn
af þremur sviðsstjórum sem heyra beint undir sveitarstjóra
í skipuriti Borgarbyggðar.

Helstu verkefni
• Yfirumsjón með skipulags og byggingarmálum,
framkvæmdum sveitarfélagsins, eignaumsýslu,
sorpmálum, umhverfismálum, hreinlætismálum,
brunavörnum og almannavörnum, landbúnaðar-
málum og öðru því sem undir sviðið heyrir.
• Framkvæmd verkefna í samræmi við samþykktir
sveitarstjórnar hverju sinni.
• Umsjón með gerð fjárhagsáætlana, starfsáætlana
og framkvæmdaáætlana sem undir sviðið heyra.
• Undirbúningur fyrir og umsjón með fundum
umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar.
• Eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglu-
gerða sem gilda hverju sinni og heyra undir sviðið.
• Samskipti við opinberar stofnanir, íbúa sveitar-
félagsins og aðra þá sem tengjast verkefnum sviðsins.
• Önnur verkefni sem undir sviðið heyra hverju sinni.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólagráða sem nýtist í starfi t.d. í verkfræði, arkitektúr,
byggingarfræði eða landslagsarkitektúr.
• Reynsla af vinnu við skipulags- og byggingarmál.
• Reynsla af stjórnun og opinberri stjórnsýslu.
• Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Góð samskiptahæfni.

Umsókninni fylgi ítarleg ferilskrá og kynningarbréf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Gunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri (gunnlaugur@borgarbyggd.is) og Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármálasviðs í síma 433 71 00. Umsóknir sendist til borgarbyggd@borgarbyggd.is Umsóknarfrestur er til 2. apríl n.k.
Félagsmálastjóri Borgarbyggðar

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf félagsmálastjóra. Félagsmálastjóri hefur yfirumsjón með félagslegri þjónustu
á vegum sveitarfélagsins. Undir hana fellur barnavernd, félagsþjónusta, jafnréttismál, málefni aldraðra og fatlaðra.
Næsti yfirmaður er sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Starfssvið
• Fagleg forysta í málefnum félagsþjónustu.
• Ábyrgð á stjórnun og rekstri innan málaflokksins.
• Stefnumótun og áætlanagerð.
• Umsjón með fundum velferðarnefndar.
• Upplýsingagjöf og samskipti við notendur,
ráðuneyti og hagsmunaaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf og starfsréttindi sem félagsráðgjafi.
• Framhaldsmenntun æskileg.
• Reynsla af stjórnun.
• Reynsla af áætlanagerð og stefnumótun.
• Þekking og reynsla af félagsþjónustu sveitarfélaga.
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu.
• Góðir forystu-, skipulags- og samskiptahæfileikar.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.

Umsókninni fylgi ítarleg ferilskrá og kynningarbréf ásamt greinargerð
með framtíðarsýn í málefnum félagsþjónustu í Borgarbyggð.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félagsráðgjafafélags Íslands
við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Anna Magnea Hreinsdóttir sviðs-
stjóri fjölskyldusviðs annamagnea@borgarbyggd.is og í síma 840 15 22.
Umsóknarfrestur er til 2. apríl n.k.

 
Sumarstarfsmenn í áhaldahús Borgarbyggðar 2017

Borgarbyggð auglýsir eftir sumarstarfsmönnum í áhaldahús Borgarbyggðar. Starfstími er á tímabilinu frá 15. maí 2017 – 15. september 2017.

Helstu verkefni:

Vinna við umhirðu og grasslátt á opnum svæðum.

Önnur tilfallandi verkefni áhaldahúss.

Hæfniskröfur

Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar.

Frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptium.

Bílpróf og vinnuvélaréttindi kostur.

Lágmarksaldur 18 ára.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 28. mars  n.k.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ámundi Sigurðsson, verkstjóri áhaldahúss Borgarbyggðar sími 892 5678.

Umsóknir ásamt starfsferilskrá og kynningarbréfi skulu sendar til gudrunh@borgarbyggd.is.
STUÐNINGS FJÖLSKYLDUR - STUÐNINGUR VIÐ BÖRN

Félagsþjónusta Borgarbyggðar leitar  að fólki sem er tilbúið til að gerast stuðningsfjölskylda.  Hlutverkið felst í að taka barn/börn inn á heimilið t.d. yfir helgi. Um er að ræða börn með fötlun eða börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður.

Við leitum einnig að fólki sem er tilbúið til að vera stuðningur við börn / unglinga nokkra tíma á viku – Hlutverkið felst í t.d. aðstoð við heimanám, en fyrst og fremst uppbyggilegri samveru.

Við leitum að fólki sem er fært um að skapa öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni en skýrum mörkum.

Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafi samband við félagsþjónustu Borgarbyggðar sími 433-7100, netföng: freyja@borgarbyggd.is, gudrunkr@borgarbyggd.is, vildis@borgarbyggd.is eða hjordis@borgarbyggd.is

 
Dagforeldrar í Borgarbyggð

Dagforeldrar óskast til starfa í Borgarbyggð. Nú er tækifæri fyrir áhugasama aðila að starfa með yngstu börnunum í heimahúsi. Um starfsemi dagforeldra gildir reglugerð nr. 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum.

Verkefni og ábyrgðarsvið

 • Starfa sem sjálfstæðir verktakar með starfsleyfi og eftirlit frá Borgarbyggð
 • Veita börnum góða umönnun, öryggi og hlýju
 • Sækja grunnnámskeið fyrir dagforeldra
 • Taka þátt í skyndihjálparnámskeiðum og fræðslu sem boðið er upp á hverju sinni

 

Hæfniskröfur

 • Skal ekki vera yngri en 20 ára
 • Heilsuhraustur
 • Hafa ríka ábyrgðartilfinningu
 • Aðgangur að húsnæði sem uppfyllir þau skilyrði sem sett eru fram í reglugerð
 • Aðgangur að útileiksvæði

 

Niðurgreiðslur og gjöld foreldra eru samkvæmt núgildandi reglum um niðurgreiðslur til dagforeldra í Borgarbyggð.

Umsóknafrestur er til og með 30. mars 2017.

Upplýsingar um störfin veitir Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang: annamagnea@borgarbyggd.is og í síma 840 1522.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um leyfi til daggæslu barna á íbúagátt Borgarbyggðar. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Nánari upplýsingar um starfsemi dagforeldra má finna hér.