Laus störf

Hér er að finna auglýsingar um þau störf
sem nú eru laus hjá Borgarbyggð

Leiðbeinandi í dósamóttöku Öldunnar í Borgarnesi.

Laust er til umsóknar 50% starf leiðbeinanda í dósamóttöku Öldunnar, verndaðs vinnustaðar í Borgarnesi. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á málefnum fatlaðra. Aldan starfar samkvæmt lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992, reglugerðum þeim tengdum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Þar er komið til móts við þörf fatlaðs fólks á dagþjónustu, vinnu og hæfingu.

Við leitum að hressum og jákvæðum starfsmanni með góða samskiptahæfni, sveigjanleika og hæfileika til að setja mörk.

 • Leiðbeinandi í dósamóttöku sér um daglegan rekstur starfseminnar ásamt forstöðumanni
 • Leiðbeinir fötluðu starfsfólki við móttöku og afgreiðslu
 • Tekur þátt í skipulagningu starfsins í samvinnu við forstöðumann
 • Sér um samskipti við ýmsar stofnanir sem tengjast starfinu

 

Vinnutími er frá 13-17.

Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af vinnu með fólki með fötlun.

Laun og starfskjör eru skv. kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags.

Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

 

 

Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum berist til gudrunkr@borgarbyggd.is fyrir 10. febrúar 2019.

 

Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Öldunnar, Guðrún Kristinsdóttir í síma 4337440 / gudrunkr@borgarbyggd.is

 
Starfsmaður óskast í afleysingu í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi.

Starfsmaður óskast í afleysingu í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi.

 Starfið felst í að aðstoða fólk með fötlun, í daglegu lífi, inni á heimilum þess og

úti í samfélaginu.

Umsækjandi þarf að helst að vera eldri en 20 ára, vera með ökuréttindi og hreint sakavottorð. Umsækjandi þarf að geta hafið störf strax.

Laun samkvæmt kjarasamningum.

Nánari upplýsingar gefur:

Guðbjörg Guðmundsdóttir í síma 893-9280, milli kl. 8.00-16.00, virka daga og gudbjorgg@borgarbyggd.is
Félagsráðgjafi óskast til starfa hjá félagsþjónustu Borgarbyggðar

Félagsþjónusta Borgarbyggðar óskar eftir félagsráðgjafa til starfa. Um er að ræða 80-100% starf.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Annast meðferð mála einstaklinga og fjölskyldna innan félagsþjónustu.
 • Vinnsla barnaverndarmála.
 • Þjónusta og ráðgjöf við fólk með fötlun og þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu s.s. með skólum, leikskólum og öðrum þjónustu-stofnunum vegna málefna fullorðinna einstaklinga, barna og fjölskyldna.

Menntun og hæfniskröfur:

 • Starfsréttindi sem félagsráðgjafi.
 • Þekking og reynsla af vinnu á sviði félagsþjónustu, barnaverndar og meðferð fjölskyldumála.
 • Þekking og reynsla af vinnu með fólki með fötlun æskileg.
 • Lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi.
 • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu.

Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum berist til vildis@borgarbyggd.is fyrir 21. janúar nk.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Inga Vildís Bjarnadóttir, félagsmálastjóri í síma 433-7100/ 8620814, vildis@borgarbyggd.is og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 840-1522 annamagnea@borgarbyggd.is
Hlutastarf við félagslega liðveislu

Félagsþjónustan auglýsir eftir einstaklingi sem er tilbúinn að taka að sér félagslega liðveislu fyrir fullorðinn einstakling

Félagsþjónustan í Borgarnesi auglýsir eftir hressum einstaklingi, karli jafnt sem konu til starfa sem félagsleg liðveisla.

Starfið felst í að minnka félagslega einangrun og efla virkni einstaklings með fötlun í samfélaginu.

Um er að ræða hlutastarf og er því tilvalið sem aukastarf með námi eða öðru starfi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi.

Nánari upplýsingar veitir Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri  í síma 433-7100 eða á vildis@borgarbyggd.is
Starf við heimaþjónustu

Starfsmaður óskast í heimaþjónustu

Markmið heimaþjónustu er að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi, við sem eðlilegastar aðstæður.

Um er að ræða tímavinnu

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Almenn þrif
 • Stuðningur og hvatning
 • Aðstoð við persónulega umhirðu
 • Hvetja til sjálfshjálpar
 • Vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þjónustuþega

Helstu hæfniskröfur:

 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og skipulagshæfni
 • Hæfni til að starfa sjálfstætt
 • Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af heimilisstörfum

 Starfsmaður þarf að hafa bíl til umráða

Nánari upplýsingar gefur Elín Valgarðsdóttir, deildarstjóri heimaþjónustu í síma: 840 1525

Umsóknarfrestur er til 7. september 2018

Umsóknir berist til borgarbyggd@borgarbyggd.is
Starf sálfræðings við leik - og grunnskóla Borgarbyggðar

Skólaþjónusta Borgarbyggðar auglýsir lausa til umsóknar stöðu sálfræðings. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á starfsemi skóla. Í sveitarfélaginu er meðal annars unnið að styrkingu heildstæðrar nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun, samstarf fagsviða og stofnana, svo sem um þróun úrræða fyrir börn og foreldra. Í Borgarbyggð búa um 3.800 íbúar, þar af um 700 börn í fimm leikskólum og tveimur grunnskólum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Sálfræðimenntun og löggilding v/starfsheitis
 • Reynsla af starfi með börnum
 • Góðir skipulagshæfileikar
 • Hæfni í mannlegum samskiptum

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Ráðgjöf til skóla vegna skólagöngu barna og ungmenna
 • Athuganir og greiningar
 • Ráðgjöf, leiðbeiningar og fræðsla til foreldra

Upplýsingar veitir Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, sími 840-1522  og annamagnea@borgarbyggd.is

Umsóknarfrestur er til 15. september 2018.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Starfsmaður óskast í heimaþjónustu

Starfsmaður óskast í heimaþjónustu

Markmið heimaþjónustu er að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi, við sem eðlilegastar aðstæður.

Um er að ræða tímavinnu og/eða sumarafleysingar

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Almenn þrif
 • Stuðningur og hvatning
 • Aðstoð við persónulega umhirðu
 • Hvetja til sjálfshjálpar
 • Vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þjónustuþega

Helstu hæfniskröfur:

 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og skipulagshæfni
 • Hæfni til að starfa sjálfstætt
 • Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af heimilisstörfum

Starfsmaður þarf að hafa bíl til umráða

Nánari upplýsingar gefur Elín Valgarðsdóttir, deildarstjóri heimaþjónustu í síma: 840 1525

Umsóknarfrestur er til 30. maí 2018

Umsóknir berist til borgarbyggd@borgarbyggd.is
Dagforeldrar í Borgarbyggð

Dagforeldrar óskast til starfa í Borgarbyggð. Nú er tækifæri fyrir áhugasama aðila að starfa með yngstu börnunum í heimahúsi. Um starfsemi dagforeldra gildir reglugerð nr. 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum.

Verkefni og ábyrgðarsvið

 • Starfa sem sjálfstæðir verktakar með starfsleyfi og eftirlit frá Borgarbyggð
 • Veita börnum góða umönnun, öryggi og hlýju
 • Sækja grunnnámskeið fyrir dagforeldra
 • Taka þátt í skyndihjálparnámskeiðum og fræðslu sem boðið er upp á hverju sinni

 

Hæfniskröfur

 • Skal ekki vera yngri en 20 ára
 • Heilsuhraustur
 • Hafa ríka ábyrgðartilfinningu
 • Aðgangur að húsnæði sem uppfyllir þau skilyrði sem sett eru fram í reglugerð
 • Aðgangur að útileiksvæði

 

Niðurgreiðslur og gjöld foreldra eru samkvæmt núgildandi reglum um niðurgreiðslur til dagforeldra í Borgarbyggð.

Umsóknafrestur er til og með 30. mars 2017.

Upplýsingar um störfin veitir Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang: annamagnea@borgarbyggd.is og í síma 840 1522.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um leyfi til daggæslu barna á íbúagátt Borgarbyggðar. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Nánari upplýsingar um starfsemi dagforeldra má finna hér.