Laus störf

Hér er að finna auglýsingar um þau störf
sem nú eru laus hjá Borgarbyggð

Þroskaþjálfi - Grunnskóli Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir þroskaþjálfa til starfa

Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með 190 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri.

Þroskaþjálfa vantar til starfa við skólann í 100% starfshlutfall og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands. Umsóknarfrestur er 31. janúar 2018.

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Áhugi og metnað fyrir að starfa með börnum og ungmennum
 • Jákvæðni og lipurð í samskiptum
 • Framtaksemi og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Metnaður í starfi

Helstu verkefni:

 • Gerð einstaklingsáætlana
 • Þátttaka í teymum
 • Leiðsögn og ráðgjöf til samstarfsaðila
 • Samræming faglegs starfs í anda skóla fyrir alla
 • Ráðgjöf og samskipti við foreldra

Mikilvægt að umsækjandi sé tilbúinn að vinna eftir stefnu og gildum skólans. Sjá heimasíðu http://www.gbf.is/

Í samræmi við jafnréttisstefnu Grunnskóla Borgarfjarðar og  Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.

Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra með upplýsingum um menntun, réttindi og  starfsreynslu, ásamt ábendingu um meðmælendur.

Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 847-9262/433-7300 netfang;  ingibjorg.inga@gbf.is
Starf við sundlaugina á Kleppjárnsreykjum

Starfsmaður óskast sem fyrst við sundlaugina á Kleppjárnsreykjum

Um er að ræða starf á sunnudögum frá kl. 13:00-18:00

Helstu verkefni:

Starfið felst í öryggisgæslu við sundlaug, afgreiðslustörf, aðstoð við viðskiptavini og þrif.

Hæfniskröfur:

Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri

Standast hæfnispróf sundstaða

Með góða þjónustulund

Upplýsingar ingunn28@borgarbyggd.is
Frístundaleiðbeinandi

Félagsmiðstöðin Óðal

 Óskað er eftir frístundaleiðbeinanda í félagsmiðstöðina Óðal í Borgarnesi.

Markhópur félagsmiðstöðva eru unglingar á aldrinum 13-16 ára.

Í boði er hlutastarf þar sem unnið er á miðvikudögum og fimmtudögum frá 19:00-22:00.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Leiðbeina unglingum í leik og starfi.

Umsjón og undirbúningur á faglegu félagsmiðstöðvastarfi í samvinnu við tómstundafulltrúa.

Samráð og samvinna við unglinga og starfsfólk skóla.

Samskipti við foreldra/forráðamenn.

 

Hæfniskröfur

Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri.

Áhugi á að vinna með börnum og unglingum.

Frumkvæði  og sjálfstæði.

Færni í mannlegum samskiptum.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör í eru samkvæmt kjarasamningi Kjalar og Launanefndar sveitafélaga.

 

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst

 

Nánari upplýsingar um störfin veitir Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, tómstundafulltrúi í síma 869-8646 eða á netfanginu siggadora@umsb.is

 

Umsóknarfrestur er til 12. janúar 2018.
Búsetuþjónustan - laust starf.

Starfsmaður óskast á næturvaktir í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi.

 Umsóknarfrestur er til 15. janúar.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsækjandi þarf að vera eldri en 20 ára og hafa ökuréttindi.

Laun samkvæmt kjarasamningum.

Nánari upplýsingar gefur:

Guðbjörg í síma 893-9280, milli kl. 8.00-16.00 alla virka daga og með tölvupósti gudbjorgg@borgarbyggd.is.
Starf matráðs/ræstitæknis við Ráðhús Borgarbyggðar

Um er að ræða 100% starf frá 1. febrúar 2018. Í starfinu felst umsjón með mötuneyti starfsfólks og ræsting Ráðhússins.

Helstu verkefni:

 • Elda og framreiða fjölbreytt og létt fæði í matar- og kaffitímum
 • Frágangur og þrif í eldhúsi
 • Ræsting á skrifstofum og þjónusturýmum
 • Önnur tilfallandi verkefni þ.m.t. matarinnkaup

Hæfniskröfur:

 • Þekking á hollri og fjölbreyttri fæðu
 • Þjónustulund og lipurð í samskiptum
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Ábyrgð og samviskusemi
 • Hreinlæti og snyrtimennska
 • Reynsla af sambærilegu starfi kostur

 

Borgarbyggð er heilsueflandi samfélag sem leggur áherslu á holla næringu í þeim stofnunum sem sveitarfélagið rekur.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Upplýsingar um starfið veitir Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs í síma 433-7100. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsóknir á netfangið eirikur@borgarbyggd.is

Umsóknarfrestur er til 12. janúar 2018

 
Dagforeldrar í Borgarbyggð

Dagforeldrar óskast til starfa í Borgarbyggð. Nú er tækifæri fyrir áhugasama aðila að starfa með yngstu börnunum í heimahúsi. Um starfsemi dagforeldra gildir reglugerð nr. 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum.

Verkefni og ábyrgðarsvið

 • Starfa sem sjálfstæðir verktakar með starfsleyfi og eftirlit frá Borgarbyggð
 • Veita börnum góða umönnun, öryggi og hlýju
 • Sækja grunnnámskeið fyrir dagforeldra
 • Taka þátt í skyndihjálparnámskeiðum og fræðslu sem boðið er upp á hverju sinni

 

Hæfniskröfur

 • Skal ekki vera yngri en 20 ára
 • Heilsuhraustur
 • Hafa ríka ábyrgðartilfinningu
 • Aðgangur að húsnæði sem uppfyllir þau skilyrði sem sett eru fram í reglugerð
 • Aðgangur að útileiksvæði

 

Niðurgreiðslur og gjöld foreldra eru samkvæmt núgildandi reglum um niðurgreiðslur til dagforeldra í Borgarbyggð.

Umsóknafrestur er til og með 30. mars 2017.

Upplýsingar um störfin veitir Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang: annamagnea@borgarbyggd.is og í síma 840 1522.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um leyfi til daggæslu barna á íbúagátt Borgarbyggðar. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Nánari upplýsingar um starfsemi dagforeldra má finna hér.