Laus störf

Hér er að finna auglýsingar um þau störf
sem nú eru laus hjá Borgarbyggð

Hnoðraból - laus störf

DEILDARSTJÓRI OG LEIKSKÓLAKENNARI ÓSKAST
Á LEIKSKÓLANN HNOÐRABÓL Í REYKHOLTSDAL
Leikskólinn Hnoðraból er tveggja deilda leikskóli staðsettur í fallegu umhverfi sem starfar eftir hugmyndafræðinni
Leiðtoginn í mér. Þar dvelja að jafnaði 21 börn á aldrinum 12 mánaða til 5 ára.
Óskað er eftir deildarstjóra og leikskólakennara sem geta hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
• Deildarstjóri vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra.
Hann er faglegur leiðtogi og ber ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfi sem fram fer á deildinni
ásamt skólastjóra.
• Leikskólakennari vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leikskólakennaramenntun.
• Færni í mannlegum samskiptum.
• Sjálfstæð vinnubrögð.
• Skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður.
• Góð íslenskukunnátta.
Ef ekki fæst leikskólakennari í störfin kemur til greina að ráða starfsmenn með háskólapróf eða aðra
uppeldismenntun og /eða reynslu.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá
sveitarfélaginu.
Umsóknarfrestur er til 15. maí 2017.
Umsóknir skulu sendar rafrænt á sjofn@borgarbyggd.is.
Nánari upplýsingar veitir Sjöfn G.Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri í síma 433-7180 eða 862-0064,
eða í tölvupósti, sjofn@borgarbyggd.is.
Starf við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi

Starf við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi frá 30. maí til 25. Ágúst

 • Helstu verkefni:
 • Borgarnes: Um almenna vaktavinnu er að ræða sem skiptast í morgun-, kvöld og dagvaktir. Unnið er þriðja hvora helgi.

 

 • Hæfniskröfur:
 • Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri
 • Standast hæfnispróf sundstaða
 • Með góða þjónustulund

Eðli starfsins vegna er auglýst eftir konu til starfa.

Umsóknafrestur til 18. Maí

Umsóknir og nánari upplýsingar sendar á netfangið: ingunn28@borgarbyggd.is

 
Laust starf við sundlaugina á Kleppjárnsreykjum

Kleppjárnsreykir: 60% starf unnið í fimm daga frí í tvo daga

Starfið felst í öryggisgæslu við sundlaug, afgreiðslustörf, aðstoð við viðskiptavini og þrif.

Hæfniskröfur:

Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri

Standast hæfnispróf sundstaða

Með góða þjónustulund

Umsóknir og beiðni um nánari upplýsingar sendist á netfangið: ingunn28@borgarbyggd.is

Umsóknafrestur er til 18. apríl 2017
Laust starf félagsráðgjafa

Félagsráðgjafi óskast til starfa hjá félagsþjónustu Borgarbyggðar

 Félagsþjónusta Borgarbyggðar auglýsir lausa stöðu félagsráðgjafa. Um er að ræða 100% starf.

 Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Greining og meðferð barnaverndarmála
 • Félagsleg ráðgjöf og fjárhagsaðstoð
 • Þjónusta og ráðgjöf við fólk með fötlun
 • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
 • Forvarnarstarf og fræðsla

Menntun og hæfniskröfur:

 • Starfsréttindi sem félagsráðgjafi
 • Reynsla á sviði barnaverndar æskileg
 • Lipurð í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi
 • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félagsráðgjafafélags Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.

Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum berist til borgarbyggd@borgarbyggd.is fyrir 1. júní 2017.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Inga Vildís Bjarnadóttir, félagsráðgjafi í síma 433 7100, netfang: vildis@borgarbyggd.is og Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 840 1522, netfang: annamagnea@borgarbyggd.is
Lausar kennarastöður við Hvanneyrardeild GBf.

Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli með um 200 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri.

Tvo kennara vantar í fullar stöður að Hvanneyrardeild skólans vegna afleysinga. Um er að ræða umsjónarkennara á yngsta stigi.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KI og LS.  Umsóknarfrestur er til  1.maí n.k.

Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra með upplýsingum um menntun, réttindi og  starfsreynslu, ásamt ábendingu um meðmælendur.

Mikilvægt er að umsækjendur hafi áhuga á að starfa með börnum, búi yfir færni í mannlegum  samskiptum, frumkvæði  í  starfi,  jákvæðni,  sjálfstæði og skipulögðum vinnubrögðum  og  séu tilbúnir að vinna eftir stefnu og gildum skólans. Sjá heimasíðu http://www.gbf.is/ .

Í samræmi við jafnréttisstefnu Grunnskóla Borgarfjarðar og  Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.

Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 847-9262/433-7300 netfang;  ingibjorg.inga@gbf.is
Sumarstörf við sundlaugar

Sumarafleysingarstarfsmenn óskast:

Við sundlaugina í Borgarnesi frá 30. maí til 31. ágúst

Við sundlaugina á Kleppjárnsreykjum frá 1. júní til 15. ágúst

Við sundlaugina á Varmalandi frá 1. júní til 15. ágúst

Hæfniskröfur:

Viðkomandi verður að vera orðin fullra 18 ára

Standast hæfnispróf sundstaða

Með góða þjónustulund

Upplýsingar veitir Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður í s: 433-7140. Umsóknir má skila í Íþróttamiðastöðina í Borgarnesi eða senda á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is
STUÐNINGS FJÖLSKYLDUR - STUÐNINGUR VIÐ BÖRN

Félagsþjónusta Borgarbyggðar leitar  að fólki sem er tilbúið til að gerast stuðningsfjölskylda.  Hlutverkið felst í að taka barn/börn inn á heimilið t.d. yfir helgi. Um er að ræða börn með fötlun eða börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður.

Við leitum einnig að fólki sem er tilbúið til að vera stuðningur við börn / unglinga nokkra tíma á viku – Hlutverkið felst í t.d. aðstoð við heimanám, en fyrst og fremst uppbyggilegri samveru.

Við leitum að fólki sem er fært um að skapa öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni en skýrum mörkum.

Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafi samband við félagsþjónustu Borgarbyggðar sími 433-7100, netföng: freyja@borgarbyggd.is, gudrunkr@borgarbyggd.is, vildis@borgarbyggd.is eða hjordis@borgarbyggd.is

 
Dagforeldrar í Borgarbyggð

Dagforeldrar óskast til starfa í Borgarbyggð. Nú er tækifæri fyrir áhugasama aðila að starfa með yngstu börnunum í heimahúsi. Um starfsemi dagforeldra gildir reglugerð nr. 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum.

Verkefni og ábyrgðarsvið

 • Starfa sem sjálfstæðir verktakar með starfsleyfi og eftirlit frá Borgarbyggð
 • Veita börnum góða umönnun, öryggi og hlýju
 • Sækja grunnnámskeið fyrir dagforeldra
 • Taka þátt í skyndihjálparnámskeiðum og fræðslu sem boðið er upp á hverju sinni

 

Hæfniskröfur

 • Skal ekki vera yngri en 20 ára
 • Heilsuhraustur
 • Hafa ríka ábyrgðartilfinningu
 • Aðgangur að húsnæði sem uppfyllir þau skilyrði sem sett eru fram í reglugerð
 • Aðgangur að útileiksvæði

 

Niðurgreiðslur og gjöld foreldra eru samkvæmt núgildandi reglum um niðurgreiðslur til dagforeldra í Borgarbyggð.

Umsóknafrestur er til og með 30. mars 2017.

Upplýsingar um störfin veitir Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang: annamagnea@borgarbyggd.is og í síma 840 1522.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um leyfi til daggæslu barna á íbúagátt Borgarbyggðar. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Nánari upplýsingar um starfsemi dagforeldra má finna hér.