Laus störf

Hér er að finna auglýsingar um þau störf
sem nú eru laus hjá Borgarbyggð

Laust starf í áhaldahúsi Borgarbyggðar

Starfsmaður í áhaldahús Borgarbyggðar

Borgarbyggð óskar eftir að ráða starfsmann í áhaldahús Borgarbyggðar.

Starfið felst í vinnu við ýmsar verklegar framkvæmdir og umhirðuverkefni á vegum áhaldahúss, s.s. við gatnakerfi, opin svæði og veitur.  Næsti yfirmaður verður verkstjóri áhaldahúss Borgarbyggðar.

Menntunar og hæfniskröfur eru vinnuvélaréttindi, iðnmenntun sem nýtist í starfi er æskileg svo og reynsla af sambærilegum störfum.    Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum eru  mikilvæg svo og sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%.

Ráðið verður í starfið sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2017.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ámundi Sigurðsson, verkstjóri áhaldahúss Borgarbyggðar sími 892 5678.

Umsóknir ásamt starfsferilskrá og kynningarbréfi skulu sendar til gudrunh@borgarbyggd.is.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Laust starf hjá Slökkviliði Borgarbyggðar

Slökkvilið Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir starfskröftum í störf hlutastarfandi slökkviliðsmanna á slökkvistöðinni í Borgarnesi.

Fyrir ráðningu er eftirfarandi.

  • Vera orðin fullra 20 ára.
  • Búseta í Borgarnesi.
  • Hreint 24 mánaða sakavottorð.
  • Vera andlega og líkamlega hraustur.
  • Hafa góða sjón, heyrn og rétt litarskyn.
  • Aukin ökuréttindi til að stjórna vörubifreið, mikill kostur þó ekki skilyrði
  • Vera ekki haldin lofthræðslu né innilokunarkennd.
  • Iðnmenntun eða sambærilegt nám mikill kostur, þó ekki skilyrði

Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru konur jafnt sem karlar hvattar til þess að sækja um laus störf hlutastarfandi slökkviliðsmanna hjá slökkviliði Borgarbyggðar.

Öllum umsóknum verður svarað.

Laun og launakjör eru samkvæmt samningi Landssambands Slökkviliðs-og Sjúkraflutningamanna og Launanefndar Sveitarfélaga

Allar nánari upplýsingar veitir

Bjarni K Þorsteinsson

Slökkviliðsstjóri

Sími 862 6222 eða bjarnikr@borgarbyggd.is
STUÐNINGS FJÖLSKYLDUR - STUÐNINGUR VIÐ BÖRN

Félagsþjónusta Borgarbyggðar leitar  að fólki sem er tilbúið til að gerast stuðningsfjölskylda.  Hlutverkið felst í að taka barn/börn inn á heimilið t.d. yfir helgi. Um er að ræða börn með fötlun eða börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður.

Við leitum einnig að fólki sem er tilbúið til að vera stuðningur við börn / unglinga nokkra tíma á viku – Hlutverkið felst í t.d. aðstoð við heimanám, en fyrst og fremst uppbyggilegri samveru.

Við leitum að fólki sem er fært um að skapa öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni en skýrum mörkum.

Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafi samband við félagsþjónustu Borgarbyggðar sími 433-7100, netföng: freyja@borgarbyggd.is, gudrunkr@borgarbyggd.is, vildis@borgarbyggd.is eða hjordis@borgarbyggd.is

 
Dagforeldrar í Borgarbyggð

Dagforeldra vantar til starfa í Borgarbyggð.
Dagforeldrar starfa samkvæmt reglugerð nr. 907/2005, um daggæslu barna í heimahúsum.
Vakin er athygli á því að starfsemi dagforeldra er leyfisskyld. Fræðslunefnd Borgarbyggðar veitir leyfi. Sótt er um leyfi hjá sviðsstjóra fjölskyldusviðs, Önnu Magneu Hreinsdóttur  (annamagnea@borgarbyggd.is ).

Nánari upplýsingar um starfsemi dagforeldra má finna hér.