Heilsurækt

Í Borgarbyggð eru fjölbreyttir möguleikar varðandi heilsurækt. Umhverfi bæjarins er tilvalið til hverskonar hreyfingar og útivistar. Sem dæmi má nefna uppbyggingu göngustíga í Borgarnesi, aðstöðu til útivistar í Einkunnum, uppbyggingu golfvallarins í Borgarnesi og aðstöðu hestamanna auk sparkvalla í Borgarnesi, á Hvanneyri og á Bifröst. Þá á sveitarfélagið og rekur þrjú íþróttahús og sundlaugar. Í íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar eru þreksalir til líkamsræktar, þolfimisalir og íþróttasalir.