Laust starf í áhaldahúsi

Ráðhús Borgarbyggðar

Borgarbyggð óskar eftir að ráða starfsmann í áhaldahús Borgarbyggðar.
Starfi ð felst í vinnu við ýmsar verklegar framkvæmdir og umhirðuverkefni á vegum
áhaldahúss, s.s. við gatnakerfi , opin svæði og veitur.
Bílpróf og vinnuvélaréttindi eru kostur svo og reynsla af sambærilegum störfum.
Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum eru mikilvæg svo og sjálfstæð og öguð
vinnubrögð.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og
viðkomandi stéttarfélags.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að
sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
Umsóknarfrestur er til l og með 31. júlí 2017.
Umsóknir skulu sendar rafrænt á borgarbyggd@borgarbyggd.is merktar
áhaldahús.
Nánari upplýsingar um starfi ð veitir Ámundi Sigurðsson, verkstjóri áhaldahúss
Borgarbyggðar í síma 892 5678 eða í tölvupósti , ahaldahus@borgarbyggd.is.