roofing

Um áramótin 2022-2023 tóku gildi breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs sem fela
í sér breytingar á sorphirðu íbúa um allt land. Markmið með lagabreytingunum
er að auka endurvinnsluhlutfall úrgangs á landinu og draga úr urðun. Um er að
ræða mikilvæg aðgerð í loftslagsmálum, enda er urðun úrgangs stór þáttur í
losun gróðurhúsaloftegunda.

Þá hafa nýju lögin í för með sér að sveitarfélög fá greitt frá Úrvinnslusjóði
fyrir sérsöfnun á úrgangi og eru endurgreiðslur sjóðsins í samræmi við það
magn sem safnast af hverjum úrgangsflokki í sérsöfnun. Því skiptir verulegu
máli fyrir sveitarfélagið og íbúa þess að vel takist til og að flokkaður
úrgangur skili sér á réttan hátt til endurvinnslu. Því betur sem til tekst í
flokkun, því hærri verður endurgreiðsla úr Úrvinnslusjóði sem mun svo skila
sér til baka til íbúa með lækkun á gjaldi vegna úrgangsmála (sorpgjöldum).
Engar greiðslur berast fyrir þann úrgang sem fer í tunnu fyrir almennt sorp.
Sá úrgangur fer í urðun með tilheyrandi kostnaði og því er afar mikilvægt að
henda engu í þá tunnu sem hægt er að endurvinna.

Breytt innheimta

Líkt og íbúar urðu varir við þegar álagningarseðill fasteignagjalda barst um
áramótin 2022-2023 , hefur innheimtu vegna úrgangsmála verið breytt og nú er innheimt í
anda „Borgað-þegar-hent-er“ hugmyndafræðina. Valin var svokölluð
rúmmálsleið, en þá er hluti gjaldsins ákveðið fast gjald en til viðbótar er
innheimt samkvæmt stærð og fjölda íláta við hvert heimili.

Sérsöfnun við heimili

Par- og raðhús ásamt tvíbýlum í þéttbýli geta óskað eftir samnýtingu íláta, gegn skriflegri undirritun allra fasteignareigenda, fullt nafn og kennitala, ásamt fasteignanúmerum, þar sem kveðið er á um hvar ílátin skulu staðsett. En þau verða öll að vera staðsett á sama stað.

Tvíbýli í dreifbýli geta óskað eftir samnýtingu íláta, gegn skriflegri undirritun allra fasteignaeigenda, fullt nafn og kennitala, ásamt fasteignarnúmerum, þar sem kveðið er á um hvar ílátin skulu staðsett. En þau verða öll að vera staðsett á sama stað, s.s. við sama fastanúmer/íbúð.

Um slíkar undanþágur er farið með eins og skiptingu gjalda í fjölbýlishúsum; fast gjald leggst á öll staðföng og kostnaði vegna íláta er deilt niður á staðföng. Gjald pr. ílát er skv. gjaldskrá.
Skriflegar og undirritaðar umsóknir, með ofangreindum upplýsingum, skulu berast til ráðhúss að Digranesgötu 2 merkt ,,Deild umhverfis- og landbúnaðarmála”.

Nýtt samræmt flokkunarkerfi

Helstu breytingar eru að nú verður flokkað í fjóra úrgangsflokka við heimahús:

  • Pappír og pappi
  • Matarleifar
  • Plast
  • Blandaður úrgangur.

Merkingar verða samræmdar og samskonar flokkun um allt land. Ekki er lengur
heimilt að setja allt endurvinnsluefni saman í grænu tunnuna, heldur skal
aðgreina plast og pappír, gler og málmum skal skilað á grenndarstöðvar.

Flokkun heimilisúrgangs | Úrgangur.is | Umhverfisstofnun (urgangur.is)

Flokkum í rétta tunnu

Tökum ábyrgð – Minnkum urðun

Hvað verður um hráefnið?
Flokkunarleiðbeiningar
Umhirða og staðsetning íláta
Gott er að hafa í huga að fjarlægð íláta frá vegi sé ekki mikil eða valdi
starfsmönnum okkar óþarfa álagi við sorphirðu. Best er að hafa ílát sem næst
götu og í tunnuskýlum. Að vetri til er ætlast til að íbúar moki frá tunnum
og hálkuverji. Gríðarlega erfitt er að draga ílátin í miklum snjó auk þess
sem hálka getur verið varasöm. Yfirfull ílát geta skapað vandræði við losun.
Hætta er á að vargfugl komist í úrganginn eða innihald tunnunnar fari að
fjúka um. Þess vegna er mikilvægt að minnka ummál úrgangsins eins og hægt
er, eins og með því að brjóta saman pappa o.s.frv. Hægt er að hafa samband
og fá útveguð aukaílát ef ílátin eru að fyllast fljótt og fyrir losunardag.
Það er rukkað samkvæmt verðskrá. Einnig er hægt að koma með umfram magn af
úrgangi beint á móttökustöð við Sólbakka. Íbúar bera ábyrgð á sínum ílátum.
Æskilegt er að hreinsa þau eftir þörfum. Það kemur í veg fyrir að óhreinindi
safnist fyrir í ílátinu og skapi ólykt. Ranglega flokkað sorp er ekki hirt.
Breytingar á ílátum – umsóknir
Til að fá breytingar á ílátum við húsvegg þarf að sækja um slíkar breytingar
með rafrænum hætti. Ekki er hægt að afþakka tunnur. Sótt er um tunnur á
Þjónustugáttinni.
Spartunna
Boðið er upp á að skipta út íláti fyrir blandaðan úrgang og fá minni ílát
og þannig lækka gjöld. Lítið ílát er einungis í boði fyrir blandaðan
úrgang að svo stöddu.
Fyrirkomulag í fjölbýlishúsum
Meirihluti eigenda eða húsfélag þarf að óska eftir breytingum á
sorpílátum. Þau gjöld sem greidd eru fyrir sorphirðuna fara eftir fjölda
og tegundum íláta og hafa slíkar breytingar áhrif á alla íbúa hússins.
Óskir um breytingar á fjölda íláta við fjölbýli skal senda skjal í
tölvupósti á netfangið thjonustuver@borgarbyggd.is þar sem koma þarf
fram heimilisfang, hvaða ílát eiga að vera og stærðir þeirra ásamt
undirskriftum stjórnarmanna húsfélags. Íbúar í smærra fjölbýli þar sem
ekki er starfandi húsfélag þurfa allir að samþykkja breytingar og senda
skjal þar sem koma þarf fram heimilisfang, hvaða ílát eiga að vera og
stærðir þeirra ásamt undirskrift allra í tölvupósti á netfangið
thjonustuver@borgarbyggd.is
Sorpgeymslur
Sorpgeymslur eru almennt í sameign fjöleignarhúsa og bera eigendur allir
óskipta ábyrgð á sameigninni. Húsfélagið og eigendur bera ábyrgð á
sameiginlegum kostnaði og því ábyrgð á kostnaði sem hlýst af rangt flokkuðum
úrgangi. Nánari útlistun á réttindum og skyldum eiganda má nálgast í lögum
um
fjöleignarhús.
Grenndarstöðvar
Á komandi vikum verða settar upp grenndarstöðvar í sveitarfélaginu til
söfnunar á málmum, gleri og textíl. Þannig fara málmar ekki lengur í tunnu
við húsvegg, heldur skal skila þeim á grenndarstöðvar. Áætlað er að setja
upp grenndarstöðvar til reynslu við íþróttasvæði í Borgarnesi, við
Arnarklett á Hvanneyri og við íþróttasvæði/grunnskólann á
Kleppjárnsreykjum. Öðrum flokkum á að skila á móttökustöð. Mikilvægt er að
ganga vel um svæðin. Málmar: Litlir og hreinir málmhlutir eins og
niðursuðudósir, krukkulok og sprittkertakoppar.Gler: Hrein ílát og flöskur úr gleri. Tappar og krukkulok mega ekki fara
með gleri heldur skal flokka með plasti og málmi eftir því sem við á.Textíll: Allur textíll eins og fatnaður, lín og efnisbútar.Í og við sumarhúsahverfi er tekið á móti úrgangi og
endurvinnsluhráefni frá eigendum sumarhúsa og skulu eigendur sumarhúsa
skila öðrum úrgangi á móttökustöð í Borgarnesi eða á grenndarstöðvar.
Móttökustöð

Í sveitarfélaginu er rekin móttökustöð við Sólbakka í Borgarnesi. Þar er
tekið á móti öllum úrgangi og endurvinnsluhráefni. Íbúar skulu flokka
úrganginn eins mikið og mögulegt er áður en komið er á móttökustöðina
til þess að flýta afgreiðslu. Ekki er tekið á móti úrgangi í svörtum
pokum heldur skal nota glæra poka. Þetta er gert til að koma í veg fyrir
urðun á efni og hlutum sem hægt er að koma í betri farveg. Opnunartímar
Móttökustöðvar við Sólbakka:

  • Sunnudaga til föstudaga kl. 14:00-18:00.
  • Laugardagar kl.10:00-14:00.