1 – Húsnefnd Valfells

Húsnefnd Valfells, fundur nr. 1
Dags : 08.11.2006

Húsnefnd Valfells – 1. fundur
 
Mætt: Þorkell Fjeldsted Ferjukoti, Ragnheiður Jóhannesdóttir Litlu-Brekku og Guðrún Kristjánsdóttir Ferjubakka. Einnig kom Guðrún Jónsdóttir menningarfulltrúi frá Borgarbyggð.
 
Þorkell Fjeldsted var kosinn formaður húsnefndar; Guðrún Kristjánsdóttir ritari og Ragnheiður Jóhannesdóttir meðstjórnandi.
 
Guðrún Jónsdóttir mun verða tengiliður húsnefnda félagsheimila í eigu Borgarbyggðar og verður hún húsnefndum til ráðgjafar og samráðs.
 
Nefndin ásamt Guðrúnu Jónsd. gekk um húsið og hugði að ýmsu t.d. ath. með gólf í sal, þ.e. hvort skipta þarf um gólfið eða hvort nægi að vinna það á annan hátt, en það er orðið mjög slitið. Einnig þarf að laga nokkra ofna í húsinu, krana o.þ.h. Þorkell ætlar að kalla til fagmenn á þessum sviðum og einnig þarf að mála veitingaherbergi. Ekki er víst að þetta komist á fjárhagsáætlun næsta árs.
 
Gjaldskrá Valfells er frá 2002 og var hún endurskoðuð og lagt til að hún verði eftirfarandi og gildi til 1. júní 2007:
 
Veislur – leigutaki þrífur ekki = 25.000
Veislur – leigutaki þrífur = 17.000
Fundir – leigutaki þrífur = 7.000
Danskvöld = 4.000
Kórar = 2.500 pr. kvöld.
 
Endurskoða þarf laun húsvarðar og kom fram hjá menningarfulltrúa að áhugi er fyrir því að samræma laun húsvarða félagsheimilanna og einnig þyrftu húsverðir að hafa starfslýsingu.
 
Hugmynd kviknaði um að útbúa bækling f. öll félagsheimili innan Borgarbyggðar þar sem fram kemur hvað hvert heimili hefur upp á að bjóða og benti Þorkell á að hér í Valfelli, sem er stutt frá Borgarnesi, væri hægt að bjóða upp á ýmislegt, t.d. skákæfingar + mót og ýmiskonar félagastarfsemi.
 
Guðrún Jónsdóttir lagði fram bréf til húsnefndar frá menningarnefnd Borgarbyggðar – sem fjallar um rekstur félagsheimila.
 
 
Kaffisopi – lesin fundargerð og síðan fundi slitið
 
Ritari: Guðrún Kristánsdóttir