7 – Húsnefnd Valfells

Húsnefnd Valfells, fundur nr. 7
Dags : 15.01.2015

7. fundur húsnefndar Valfells haldinn í félagsheimilinu Valfelli, fimmtudaginn 15. janúar 2015 og hófst hann kl. 20:30

Fundinn sátu:
Heiða Dís Fjeldsted, Eva Rós Björgvinsdóttir og Kristján Jóhannes Pétursson.
Fundargerð ritaði: Kristján Jóhannes Pétursson
 
Dagskrá:
 
1. 1502047 – Málefni húsnefndar Valfells 2015
Farið yfir borðbúnað og leirtau í eldhúsi. Heiða Dís ætlar að kaupa fleira leirtau.
Kíkt fram í sal, eitthvað hefur komið fyrir loftplötur.
Húsvörður. Samþykkt að húsvarsla verði í Ferjukoti.
Hið árlega Hreppsmót Borghreppinga verður haldið á fyrsta degi Þorra, 23. jan. nk.
Þarf að þrífa betur í sal, kaupa klósettsetu og dytta aðeins til og kíkja á rakamyndun í lofti á klósettum.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:30