6 – Húsnefnd Valfells

Húsnefnd Valfells, fundur nr. 6
Dags : 22.09.2014

6. fundur húsnefndar Valfells haldinn félagsheimilinu Valfelli, mánudaginn 22. september 2014 og hófst hann kl. 21:00

Fundinn sátu:
Heiða Dís Fjeldsted, Eva Rós Björgvinsdóttir, Kristján Jóhannes Pétursson og Þorkell Fjeldsted.
Fundargerð ritaði: Kristján Jóhannes Pétursson
 
Dagskrá:
 
1. 1502046 – Málefni húsnefndar Valfells 2014
Heiða Dís setti fundinn og byrjað var að labba um húsið og skoða það að innan.
Rekstrarkostnaður skoðaður og þar eru rafmagn og kynding stór hluti.
Farið yfir hvað þyrfti að vera í forgangi til að gera fyrir húsið.
– Rafmagn
– Flísaleggja anddyri, forstofu og klósett. Ca 50 fm sem þarf að flísaleggja.
– Uppþvottavél í eldhúsið
– Kaupa strax lyklahús til að geyma lykla að Valfelli
– Mála húsið að utan næsta sumar
– Ath. kyndingu fyrir húsið
– Varmadæla
Rætt var um hvað þyrfti að gera til að vekja athygli og auka tekjumöguleika hússins.
Fórum yfir húsið og margir ofnar stíflaðir og það þarf að fá pípara til að hreinsa þá og athuga leiðslur.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00