5 – Húsnefnd Valfells

Húsnefnd Valfells, fundur nr. 5
Dags : 04.12.2013

5. fundur húsnefndar Valfells haldinn í félagsheimilinu Valfelli, miðviku-daginn 4. desember 2013 og hófst hann kl. 20:00

Fundinn sátu:
Þorkell Fjeldsted, Ragnheiður Jóhannesdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir varamaður.
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóhannesdóttir

Dagskrá:
 
1. 1312073 – Málefni húsnefndar
Þorkell setti fund. Gengið var í kringum húsið til að athuga með það sem gera þarf í viðhaldi utanhúss. Vegna mikillar úrkomu í sumar og frosts í haust og það sem af er vetri þarf að gera við steypuskemmdir og mála að utan.
Fram kom að leggja átti 200.000 til viðhalds hússins 2013. Gerum ráð fyrir að sú upphæð færist yfir á næsta ár, með tilsvarandi hækkun á árinu 2014.
Það sem keypt hefur verið til hússins síðastliðin 2 ár er: Ísskápur og nýr viðbótarhitakútur til að hita upp vatnið í eldhúsinu.
Nokkri fundir hafa verið haldnir á árinu. Verkfæralagerinn hefur haft söluaðstöðu í húsinu síðastliðin tvö sumur, tvisvar á hvoru sumri, í um það bil einn sólarrhring í hvert skipti.
Okkar árlega Hreppsmót Borghreppinga, alltaf haldið fyrsta þorradag 24. janúar.
Formaður sótti fund formanna húsnefnda í Borgarbyggð síðastliðið sumar. Þar var rætt um framtíð félagsheimilanna.
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.