4 – Húsnefnd Valfells

Húsnefnd Valfells, fundur nr. 4
Dags : 13.12.2011

4. Fundur Húsnefndar Valfells haldinn 13.12.2011
 
Mætt frá húsnefnd Valfells: Þorkell Fjeldsted , Ólöf María Brynjarsdóttir og
Ragnheiður Jóhannesdóttir.
Þorkell setti fund. Fyrir fundinum lá eitt mál, samræming á gjaldskrá félagsheimila. Nefndarfólk var sammála um það að þar sem húsin eru svo ólík , sé ekki grundvöllur fyrir samræmingu á gjaldskrá, að öllu leyti.
Breyting var lögð til með Valfell í huga.
 
Fundir 8.000.- 10.000.-
Veislur 28.000.- 30.000.-
Dansleikir 40.000.- 50.000.-
Helgarleiga 40.000.- Tjaldstæði innifalið.
Sólarhringsleiga 35.000.- Tjaldstæði innifalið.
 
Önnur mál.
Ræddum aðeins um meiri notkun á húsinu. Væri t.d hægt að hafa þar bændamarkað, janfvel á vegum Beint frá Býli. Húsið er vel í sveit sett til þess.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.
Fundarritari Ragnheiður Jóhannesdóttir.