3 – Húsnefnd Valfells

Húsnefnd Valfells, fundur nr. 3
Dags : 14.10.2008

3. fundur húsnefndar Valfells var haldinn 14. október 2008
Mættir:
Þorkell Fjeldsted, Ragnheiður Jóhannesdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir.
 
Þorkell setti fund og gengum við nefndarfólk um húsið í upphafi og frá því síðast hafa snyrtingar verið málaðar, en ljós-veggljós í sal og ofnar í eldhúsi og veitingaherbergi hafa ekki verið löguð. Ekki er búið að fá lítinn hitavatnsdunk í eldhús eins og til stóð.
 
Lesið var bréf frá menningarfulltrúa Borgarbyggðar þar sem m.a. er lagt til að húsnefnd yfirfari gjaldskrá hússins. Tillaga nefndarinnar er þessi og svo til óbreytt:
 
Veislur, leigutaki þrífur ekki 29.000
Veislur, leigutaki þrífur 20.000
Fundir, leigutaki þrífur 8.000
Danskvöld 4.600
Kórar3.000
 
Óskalisti yfir viðhald hússins f. næsta ár líkt og á síðasta ári er það:
 
Mála húsið að utan 150.000
Auk þess sem að framan greinir, þ.e. ofnar, veggljós, hitakútur komist í lag.
 
Fleira ekki rætt að sinni.
 
Fundi slitið.
 
Ritari: Guðrún Kristjánsdóttir