12 – Húsnefnd Lyngbrekku

Húsnefnd Lyngbrekku, fundur nr. 12
Dags : 08.09.2014

12. fundur húsnefndar Lyngbrekku haldinn í Lyngbrekku, mánudaginn 8. september 2014 og hófst hann kl. 20:30
 
Fundinn sátu:
Guðbrandur Guðbrandsson aðalmaður, Helgi Guðmundsson aðalmaður, Ragnheiður Einarsdóttir aðalmaður, Einar Ole Pedersen starfsmaður og Guðrún Sigurðardóttir.
 
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Einarsdóttir
 
 
Dagskrá:
 

1.

1408004 – Viðhald á Lyngbrekku

Á fundinn mætti Kristján Finnur Kristjánsson frá Borgarbyggð og sagði frá hverjir fengu verkið.
SÓ húsbyggingar áttu lægsta tilboð í verkið, rúmar 10 milljónir króna. Eiríkur Ingólfsson smíðar gluggana.
Heimamenn sjá um að rífa járnið af þakinu .
Kristján Finnur Kristjánsson verður tengiliður við húsnefndina.

 

 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:33