11 – Húsnefnd Lyngbrekku

Húsnefnd Lyngbrekku, fundur nr. 11
Dags : 15.07.2014

11. fundur húsnefndar Lyngbrekku haldinn í Lyngbrekku, þriðjudaginn 15. júlí 2014 og hófst hann kl. 20:30

Fundinn sátu:
Guðbrandur Guðbrandsson aðalmaður, Helgi Guðmundsson aðalmaður, Ragnheiður Einarsdóttir aðalmaður og Einar Ole Pedersen húsvörður.
Fundargerð ritaði: Einar Ole Pedersen
 
Aldursforseti Guðbrandur Guðbrandsson setti fund og bauð nýkjörna húsnefnd velkomna og Jökul Helgason og húsvörð Einar Ole Pedersen.
Fyrsta mál var að skipta verkum milli nefndarmanna og var Guðbrandur Guðbrandsson kosinn formaður og ritari Ragnheiður Einarsdóttir.
 
Dagskrá:
 
1. 1408004 – Viðhald á Lyngbrekku
Jökull Helgason kynnti gögn varðandi fyrirhugað viðhald á húsinu og kynnti kostnaðaráætlun og fleira tengt framkvæmdum.
Kanna með endurnýjun á útihurðum eða hvort hagkvæmara er að að laga þær sem fyrir eru. Samþykkt var að byrja á að endurnýja járn á þaki og skipta um glugga og laga hurðir í þessum fyrsta áfanga.
Húsnefnd leggur áherslu á að lokið verði við að laga þak helst fyrir 15. september.
 
Önnur mál. Nokkur umræða varð um ýmis mál.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22.30