10 – Húsnefnd Lyngbrekku

Húsnefnd Lyngbrekku, fundur nr. 10
Dags : 20.11.2013

10. fundur húsnefndar Lyngbrekku haldinn í félagsheimilinu Lyngbrekku, miðvikudaginn 20. nóvember 2013 og hófst hann kl.

Fundinn sátu:
Guðbrandur Guðbrandsson formaður, Helgi Guðmundsson og Einar Ole Pedersen starfsmaður.
Fundargerð ritaði: Einar Ole Pedersen
Gestir fundarins voru Olgeir Helgi Ragnarsson, Jón Guðlaugur Guðbrandsson, Jónas Þorkelsson, Gunnlaug S. Gunnlaugsdóttir, Unnsteinn S. Jóhannesson og Sigurjón Helgason
 
Dagskrá:
 
1. 1402081 – Rekstur Lyngbrekku
Á fundinn mættu fulltrúar ungmennafélaganna Björns Hítdælakappa Egils Skallagrímssonar, húsvörður og fulltrúar leikdeildar umf. Skallagríms Olgeir Helgi formaður auk þriggja annarra fulltrúa.
Olgeir Helgi kynnti hugmyndir sem komu fram hjá stjórn Leikdeildar um að reka húsið.
Nokkrar umræður urðu um fyrirkomulag og rekstur og að ræða yrði við sveitarstjórn um breytingar á fyrirkomulagi.
Leikdeild komi með mótaðar hugmyndir um hvernig þeir hyggjast standa að rekstrinum.
Guðbrandur kynnti hugmyndir um viðhald á húsinu sem fyrirhugað er í sumar.
Húsnefnd telur að leikdeild eigi að ræða við sveitarstjórn um þessar hugmyndir og í framhaldi af því verði fundur með húsnefnd og eigendum hússins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.