9 – Húsnefnd Lyngbrekku

Húsnefnd Lyngbrekku, fundur nr. 9
Dags : 10.09.2013

Fundur í húsnefnd Lyngbrekkur haldinn í félagsheimilinu Lyngbrekku 10. september 2013 kl. 20,30.
 
Mættir auk fulltrúa í húsnefnd Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og húsvörður Einar Ole Pedersen.
 
Guðbrandur Guðbrandsson formaður húsnefndar setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Stakk uppá Einari Ole Pedersen sem fundarritara og gaf Jökli orðið.
 
Jökull lagði fram áætlun um lagfæringu á félagsheimilinu á næsta ári en gert er ráð fyrir 12,2 milljónum á næsta ári. Rætt var um að skipta um járn á þaki og skipta um glugga á suður og austurhlið og klæða þær hliðar, en ekki er reiknað með að fjármagn dugi til að klæða allt húsið.
Rætt var um að heimafólk sæi um að rífa af járn á þaki og fjarlægja það.
Rætt var um hvernig gluggar yrðu og hvaða efni væri í þeim. Æskilegt væri að skipta um glugga í öllu húsinu og klæða það að utan.
Jökull sér um að fá tilboð í fyrirhugaða verkþætti.
 
Fundargerð lesin og Jökull fór síðan af fundi.
 
Guðbrandur las bréf frá byggðarráði frá apríl s.l. um erindi frá leikdeild umf. Skallagríms að fá aðstöðu í húsinu og jafnvel að sjá um reksturinn. Húsnefnd samþykkti að halda fund með stjórn leikdeildar og heyra hvaða hugmyndir þeir hafa um afnot af húsinu.
 
Tekið fyrir gjaldskrá, samþykkt að gjaldskrá verði óbreytt eins og hún er nú.
 
Fundargerð lesin og samþykkt. Fundi slitið.