8 – Húsnefnd Lyngbrekku

Húsnefnd Lyngbrekku, fundur nr. 8
Dags : 24.04.2012

Fundur í húsnefnd Lyngbrekkur haldinn í Lyngbrekku 24. apríl 2012.
Mættir auk húsnefndar Páll Brynjarsson sveitarstjóri , Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis og skipulagssviðs og húsvörður Einar Ole Pedersen.
 
Formaður sett fund og bauð fundarmenn velkomna. Stakk uppá Einar Ole Pedersen sem fundarritara, bað síðan Pál um að fara yfir viðhaldsþörf samkvæmt úttekt umhverfis og skipulagssviðs. Áætlun gerir ráð fyrir að 13,8 milljónir kosti að klæða húsið að utan ásamt einangrun, lagfæringu á þaki og að skipta um glugga og hurðir. Rætt var um hvernig hægt væri að standa að framkvæmdum varðandi sjálfboðavinnu og aðra þætti. Tilboð liggja fyrir í ýmsa verkþætti. Rætt var um hitun og að skipta yfir í varmadælu. Viðhald á húsinu færi fram á árinu 2013 -2014. Æskilegt var talið að breyting á hitun væri skoðuð strax á þessu ári.
 
Einar Ole ræddi um gjaldskrá félagsheimila. Gefið er að leikdeild Skallagríms óski eftir aðstöðu. Páll sagði að húsnefnd réði um það. Einar Ole taldi að ef að yrði þyrfti að vera sérinngangur þanning að hurð verði á gangi og útihurð notuð sem inngangur.
 
Einar Ole spurði um orlof á laun húsvarðar. Páll og Jökull viku af fundi.
Formaður sendi bréf til ungmennafélaga til að kanna hug þeirra að leggja vinnu við endurbætur og viðhald á húsinu. Húsnefnd skoðaði húsið, endan undir kaffistofuni. Rætt um gjaldskrá.
Húsnefnd samþykkti.
Stórir fundir, veislur 45.000.-
Sama, leigutaki sjái um þrif35.000.-
Minni fundir og kvöldvökur15.000.-
Dansleikir70.000.-
Æfing og spilakvöld4.000.-
Svefnpokapláss 2.000.-
 
Húsverði er heimilt að víkja frá þessari gjaldskrá ef hann metur svo, við leigugjöld bætast svo gjöld til FIH/stefgjöld eftir því sem við á.
 
Fundargerð lesin og fundi slitið.
Samþ samhljóða.
 
Einar Ole Pedersen, Guðrún Sigurðardóttir, Ragnheiður Einarsdóttir, Guðbrandur Guðbrandsson, Helgi Guðmundsson og Unnsteinn S. Jóhannsson.