7 – Húsnefnd Lyngbrekku

Húsnefnd Lyngbrekku, fundur nr. 7
Dags : 11.12.2011

Fundur í Húsnefnd Lyngbrekku 11. desember 2011
kl. 20:30.
 
Mættir: Guðbrandur Guðbrandsson, Jónas Þorkelsson, Helgi Guðmundsson og Guðrún Sigurðardóttir og húsvörður Einar Ole Pedersen.
Guðbrandur setti fund. Fyrsta mál var að kjósa formann húsnefndar. Kosning var samhljóða Guðbrandur Guðbrandsson.
Helgi Guðmundsson greindi frá fundi sem hann og Guðbrandur sátu í september, um félagsheimili í Borgarbyggð. Kom þar m.a fram að þörf er á viðhaldi á Lyngbrekku og var þar talað um að klæða húsið að utan. Guðbrandur kynnti leigusamning um félagsheimilið í Þverárhlíð.
Gjaldskrá
Stórir fundir , veislur m/ þrif 45.000.-
Stórir fundir, kosningar , veislur án þrifa 35.000.-
Minni fundir , kvöldvökur 15.000.-
Dansleikir 70.000.-
Æfingar,spilakvöld 3.750.-
Svefnpokapláss 2.000.-
 
Húsverði er heimilt að víkja frá þessari gjaldskrá eftir aðstæðum ef hann metur svo. Við gjald þetta bætast gjöld til FÍH/Stefgjöld eftir því sem við á, gjaldskráin taki gildi í ársbyrjun 2012.
Rætt var um viðhald á félagsheimilinu og talin brýn þörf á lagfæringu, laga verður þak og mála. Einnig þarf að laga mála eða klæða útveggi að utan og skipta um gler. Útihurðir þarfnast viðhalds, slípa og lakka gólf í sal.
Erindi frá leikdeild Skallagríms um að fá aðstöðu til að geyma leikmuni. Húsnefnd telur að húsnæðið bjóði ekki uppá það , auk þess sem geymsluhúsnæði er lítið. Nokkuð var rætt um rekstrarkostnað á húsinu og hvort ekki væri ráð að fá varmdælu til hitnunar.
Húsnefnd var sammála um að óska eftir fundi með Sveitarstjórn um viðhaldsmál.
 
Fundargerð lesin og samþ. Kl 22:40
Einar Ole Pedersen.