6 – Húsnefnd Lyngbrekku

Húsnefnd Lyngbrekku, fundur nr. 6
Dags : 20.10.2008

Húsnefnd Lyngbrekku 6. fundur

Húsnefnd Lyngbrekku kom saman í Lyngbrekku 20.10.2008.
Mættir voru allir aðalfulltrúar: Ólöf Guðmundsdóttir, Helgi Guðmundsson, Ragnheiður Einarsdóttir og Guðrún Sigurðardóttir. Einnig voru á fundinum Einar Ole Petersen húsvörður og Guðrún Jónsdóttir menningarfulltrúi.
 
Formaður setti fundinn, bauð Guðrúnu Jónsdóttur sérstaklega velkomna og sagði fundinn vera haldinn vegna fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.
 
Gjaldskrá
Samþykkt var 10 % hækkun:
 
Stórir fundir, kosningar,veislur með þrifum37.000
Stóri fundir, kosningar, veislur án þrifa27.000
Minni fundir, kvöldvökur 10.000
Dansleikir 50.000
Æfingar, spilakvöld 3.000
Svefnpokagisting2.000
 
Önnur notkun á húsinu verði eftir samkomulagi.
 
Húsverði er heimilt að víkja frá þessari gjaldskrá ef um sérstaka ástæðu er að ræða.
Við gjald þetta bætast gjöld til FÍH/stefgjöld, eftir því sem við á.
Gjaldskráin taki gildi í ársbyrjun 2009.
 
Viðhald húss
Laga verður þak og mála, einnig þarf að laga og mála útveggi og skipta um gler. Útihurðir þarfnast viðhalds. Slípa og lakka gólf í sal.
 
Óskað er eftir því að sett verði einhver fjárhæð í búnað í eldhúsi.
 
 
Fundi slitið og fundargerð lesin og samþykkt
 
Guðrún Sigurðardóttir, fundarritari
Ragnheiður Einarsdóttir
Helgi Guðmundsson
Ólöf Guðmundsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
Einar Ole Petersen