3 – Húsnefnd Lyngbrekku

Húsnefnd Lyngbrekku, fundur nr. 3
Dags : 04.10.2007

Húsnefnd kom saman í Lyngbrekku 4. 10. 2007. Mættir allir aðalfulltrúar Borgarbyggðar: Helgi Guðmundsson, Ragnheiður Einarsdóttir og Ólöf Guðmundsdóttir og Guðrún Sigurðardóttir fulltrúi Ungmennafélagsins Egils Skallagrímssonar auk húsvarðar, Einars Ole Pedersen sem ritaði fundargerð.
 
Formaður setti fund og las bréf frá menningarfulltrúa varðandi fjárhagsáætlun.
 
Fjárhagsáætlun 2008
Húsaleiga 680.000
Laun 490.000
Tryggingagjald 30.000
Lífeyrisiðgjald40.000
Hreinlætisvörur35.000
Sími 20.000
Akstur 85.000
Rafmagn 530.000
Tryggingar 15.000
Viðhald og endurnýjun búnaðar 250.000
Annar kostn. og ófyrirséð40.000
Samtals gjöld 1.535.000
Tekjur 680.000
Gjöld umfram tekjur 855.000
 
Varðandi endurnýjun og viðhald búnaðar: huga þarf að endurnýjun á borðum, c.a. 15 stk., og 50 stólum. Laga bekki í forstofu, bæta við og endurnýja borðbúnað (diska, hnífapör o.fl.)
 
Viðhald hússins: mála þarf húsið að utan, skipta um rúður, mála glugga innan. Slípa og lakka gólf á sal, lagfæra útihurðir.
 
Gjaldskrá:

  1. Stórir fundir, kosningar, veislur með þrifum 34.000
  2. Stórir fundir, kosningar, veislur án þrifa 24.500
  3. Minni fundir, kvöldvökur9.100
  4. Dansleikir innan sveitar 45.000
  5. Æfingar, spilakvöld 2.650
  6. Önnur notkun á húsinu, s.s. leiga á svefnplássi o.fl. verði eftir samkomulagi. Húsverði er heimilt að víkja frá þessari gjaldskrá ef um sérstaka ástæðu er að ræða. Við gjald þetta bætast gjöld til FÍH/stefgjöld eftir því sem við á.

 
Gjaldskráin taki gildi í ársbyrjun 2008.
 
Fundargerð lesin og samþykkt
 
Einar Ole Pedersen
Helgi Guðmundsson
Guðrún Sigurðardóttir
Ragnheiður Einarsdóttir
Ólöf Guðmundsdóttir