16 – Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar

Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar, fundur nr. 16
Dags : 21.01.2016

16. fundur Fjallskilanefndar Rauðsgilsréttar
haldinn að Kópareykjum, fimmtudaginn 21. janúar 2016
og hófst hann kl. 20:30

Fundinn sátu:
Jón Eyjólfsson aðalmaður, Kolbeinn Magnússon aðalmaður og Hildur Edda Þórarinsdóttir aðalmaður.
Fundargerð ritaði: Hildur Edda Þorvaldsdóttir ritari
 
Dagskrá:
1. 1602018 – Rauðsgilsrétt – fjármál
Á dagskrá fundarins er reikningur frá Hraundísi Guðmundsdóttur fyrir landleigu og uslagjald vegna Rauðsgilsréttar. Nefndin leggur til að greidd verði uppsett landleiga, en þar sem uslagjald er einhliða ákvörðun leigusala getum við ekki samþykkt það.
2. Umræður um útgjöld vegna leita 2015.
3. Önnur mál. Engin.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:30