14 – Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar

Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar, fundur nr. 14
Dags : 05.06.2015

14. fundur fjallskilanefndar Rauðsgilsréttar haldinn Kópareykjum, föstudaginn 5. júní 2015 og hófst hann kl. 21:00

Fundinn sátu:
Jón Eyjólfsson aðalmaður, Kolbeinn Magnússon aðalmaður og Hildur Edda Þórarinsdóttir aðalmaður.
Fundargerð ritaði: Edda Þórarinsdóttir ritari
 
Dagskrá:
 
1. 1504116 – Rauðsgilsrétt – erindi
Erindi Björns Oddssonar um flutning réttar lagt fram.
Nefndin telur nauðsynlegt að Rauðsgilsrétt verði áfram þar sem hún er skilarétt skv. lögum. Einnig kemur fé úr ógirtum afrétti (Lundælinga) í heimalönd, sem tilheyra réttinni. Skoða mætti að afmarka réttarsvæðið með girðingum í sátt og samráði við landeigendur. Réttin er gömul og hefur staðið á þessum stað síðan 1875. Hún þarfnast viðhalds og samþykkt var á síðasta fundi að sækja um styrk til endurbóta.
2. 1506050 – Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar 2015
Ástand og staða á afrétti. Þar sem snjóalög eru mikil á Arnarvatnsheiði og gróður stutt á veg kominn teljum við nauðsynlegt að seinka verði upprekstri á heiðina og að menn fari ekki með fé á fjall nema með samþykki fjallskilanefndar.
3. 1506049 – Varnargirðing Arnarvatn – Langjökull.
Þar sem nú liggur fyrir að Matvælastofnun ætlar ekki að leggja fjármagn til viðhalds á varnargirðingu frá Arnarvatni Stóra í Langjökul verðum við að fara þess á leit við Borgarbyggð að hún fjármagni þennan kafla á móti húnvetningum. Verktaki girðingar áætlar kostnað um 350.000 kr + vsk. sem greiðist til helminga á móti húnvetningum. Þar sem Matvælastofnun er ekki að fara eftir lögum teljum við að Borgarbyggð eigi endurkröfurétt á hendur Matvælastofnunnar. Þessi girðing er mikilvæg varnargirðing þar sem við Borgfirðingar erum á riðufríu svæði, en Húnvetningar ekki.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 23:00