13 – Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar

Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar, fundur nr. 13
Dags : 22.08.2014

13. fundurFjallskilanefndar Rauðsgilsréttar
haldinn að Kópareykjum, föstudaginn 22. ágúst 2014
og hófst hann kl. 20:00
 
Fundinn sátu:
Jón Eyjólfsson aðalmaður, Kolbeinn Magnússon aðalmaður og Hildur Edda Þórarinsdóttir aðalmaður.
 
Fundargerð ritaði: H. Edda Þórarinsdóttir
 
Dagskrá:
 

1.

1408131 – Álagning fjallskila

Samþykkt að halda dagsverki í 9.000 kr. og fæði í 3.000 kr. óbreyttu og hækka fjárgjöld úr 360 kr. í 390 kr. /kind.

 

2.

1408132 – Rauðsgilsrétt

Samþykkt að sækja um fjárveitingu í að laga hruninn útvegg og ónothæf hlið í Rauðsgilsrétt að upphæð 1.500.000 kr.

 

3.

1408133 – Önnur mál fjallskilanefndar Rauðsgilsréttar 2014

a) Fasteignagjöldin rædd, en þau eru há og teljum ekki forsendur fyrir hækkun á fjárgjöldum sem því nemi. Í því sambandi komum við inn á samræmingu á milli nærliggjandi svæða og eru nú þegar fjárgjöld hjá okkur mun hærri en í Lundarreykjadal.

b) Ákveðið að athuga með um 8 km. ónýta girðingu á móti Þverárréttarupprekstri, en girðinguna þarf að taka upp og girða nýja. Um 360 kindur frá okkar afrétti voru sóttar í Þverárrétt árið 2013, sem er veruleg aukning frá árinu á undan, en 2012 voru sóttar þangað um 270 kindur.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00