12 – Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar

Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar, fundur nr. 12
Dags : 24.07.2014

12. fundur Fjallskilanefndar Rauðsgilsréttar
haldinn að Kópareykjum, föstudaginn 24. júlí 2014
og hófst hann kl. 22:00
 
Fundinn sátu:
Jón Eyjólfsson aðalmaður, Kolbeinn Magnússon aðalmaður og Hildur Edda Þórarinsdóttir aðalmaður.
 
Fundargerð ritaði: Hildur Edda Þórarinsdóttir
 
Dagskrá:
 

1.

1407084 – Kosningar

Jón Eyjólfsson formaður.
Kolbeinn Magnússon varaformaður.
Hildur Edda Þórarinsdóttir ritari.

 

2.

1407085 – Tilnefning á fulltrúa í stjórn Sjálfseignarstofnunar Arnarvatnsheiðar og Geitlands

Stungið var uppá Snorra Jóhannessyni og var það samþykkt.

 

3.

1407086 – Önnur mál fjallskilanefndar Rauðsgilsgréttar 2014

a) Vortölur
Rætt var um ófullnægjandi vorskoðun á bæjum og þar af leiðandi ekki nákvæmar vortölur á búfé. Samþykkt að gera eins og aðrar nefndir í sveitarfélaginu.

b) Rauðsgilsrétt
Rætt var um viðhald á Rauðsgilsrétt, en úthringurinn er orðinn fúinn og mjög lélegur. Ákveðið var að kanna aðkomu sveitarfélagsins að þessum fyrirhuguðu framkvæmdum.

 

 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 23:30