11 – Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar

Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar, fundur nr. 11
Dags : 10.09.2013

11. fundur Fjallskilanefndar Rauðsgilsréttar
haldinn að Kjalvarastöðum , fimmtudaginn 15. ágúst 2013
og hófst hann kl. 21:00
 
Fundinn sátu:
Jón Eyjólfsson formaður, Kolbeinn Magnússon varaformaður og Ármann Bjarnason aðalmaður.
 
Fundargerð ritaði: Jón Eyjólfsson
 
Dagskrá:
 

1.

1309044 – Niðurröðun fjallskila

Ákveðið var að hafa fjárgjöld, fæði og dagsverk óbreytt í ár. Ákveðið var að færu 2 skilamenn í Þverárrétt I, þar sem fé fjölgar mjög sem fer á milli afrétta, enda liggur girðing niðri. Síðasta haust var ca. 280 fjár.

 

2.

1309045 – Önnur mál

Rætt um aflagða varnar girðingu á Lambártungum, þar sem hún er lýti á landinu og slysahætta fyrir skepnur. Þetta er um 8 km kafli sem þarf að girða nýtt og fjárlægja gamla girðingu.

 

 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 23:00