10 – Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar

Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar, fundur nr. 10
Dags : 23.08.2012

10. fundur hjá Fjallskilasjóði Rauðsgilsréttar haldinn að Kjalvararstöðum fimmtudaginn 23. ágúst kl. 9.00.
Mættir voru Jón Eyjólfsson, Ármann Bjarnason ogKolbeinn Magnússon.
 
Þetta var gert.
 
1. Framlögð fundargerð Fjallskilanefndar Borgarbyggðar frá 13. ágúst s.l.
 
2. Niðurjöfnun fjallskila.
Dagsverk var hækkað í kr. 9.000.
Fæði hækkað í kr. 3.000,- per dag.
Fjárgjöld hækkuðuðu í kr. 360 per kind.
 
3. Seinni leit.
Rætt var um 2ja daga seinkun á seinni heiðarleit vegna girðingarleysis á Lambatungum og til að smala samhliða Hvítsíðingum niður. Vonast er til að þetta verði til hagræðingar meðan ekki er girt á milli okkar og Þverárréttarupprekstrar.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið
Jón Eyjólfsson.