9 – Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar

Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar, fundur nr. 9
Dags : 29.08.2011

Fundargerð
9. fundur hjá Fjallskilasjóði Rauðsgilsréttar haldinn á skrifstofu Borgarbyggðar í Reykholti mánudaginn 29. ágúst kl. 10.00.
Mættir voru Jón Eyjólfsson, Ármann Bjarnason og Kolbeinn Magnússon.
 
Þetta var gert.
 
1. Ákveðið að dagsverkamat og fjárgjöld verði óbreytt frá fyrra ári.
 
2. Rætt um viðhald Rauðsgilsréttar því hún er vinsæll áningarstaður hestamanna og upphleðslu Fljótstunguréttar, en svolítið hrynur úr
veggjunum á hverju ári. Ákveðið var nefndarmenn gerðu þetta eins og alltaf.
 
3. Rætt var um girðinguna á Lambatungunum og þau vandamál sem eru komin upp, það er fjöldi fjár frá okkur í Þverárrétt og var skoðun nefndarinnar
að best væri að gera girðinguna upp og fjarlægja þá gömlu. Þetta eru
8 til 9 km sem vantar uppá að það sé lokað milli Þverárréttarupprekstrar
og Arnarvatnsheiðar. Þetta er nokkuð dýrt og varla fyrir fjárvana
fjallskilasjóði að gera, en þar sem gamla girðingin var varnarlína áður
fyrr væri kannski hægt að fá fjármagn frá hinu opinbera í nýja girðingu.
 
4. Gengið frá fjallskilaseðli með aðstoð Emblu Guðmundsdóttur starfsmanns
Borgarbyggðar.
 
5. Ákveðið óska eftir framlagi úr styrkvegasjóði til að lagfæra veg og aðkomu að Fljótstungurétt.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 12.30 ´
 
Jón Eyjólfsson ritaði fundargerð