8 – Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar

Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar, fundur nr. 8
Dags : 26.08.2010

Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar
8. fundur haldinn í Reykholti fimmtudaginn 26. ágúst 2010 kl. 10.00.
 
Mættir aðalmenn Jón Eyjólfsson og Kolbeinn Magnússon. Ármann Bjarnason boðaði forföll og ekki tókst að fá varamann á fundinn.
Auk þeirra sat Þórvör Embla Guðmundsdóttir starfsmaður Borgarbyggðar fundinn og ritaði fundargerð
 
Dagskrá
1. Álagning fjallskila
Lögð á fjallskil. Gjöld óbreytt frá fyrra ári. Jón Pétursson og Jóhannes Berg sjá um flutning og flutningstæki í fyrri leit og Guðmundur Pétursson í seinni leit.
 
2. Endurbætur á skálum á Arnarvatnsheiði
Rætt um endurbætur á Álftakróksskála. Kolbeinn og hans menn hafa undanfarið unnið við skálann. M.a. er búið að skipta um gafl á húsinu og gólf. Gólf verður dúklagt fyrir leitir.
 
Nokkur umræða seinkun seinni leitar en engin ákvörðun tekin.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.00.