35 – Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar

Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar, fundur nr. 35
Dags : 20.08.2015

35. fundur Fjallskilanefndar Oddsstaðaréttar, haldinn að Hvanneyri, fimmtudaginn 20. ágúst 2015 kl. 17:30.
 
Fundinn sátu:
Ólafur Jóhannesson, Árni Ingvarsson og Ragnhildur Helga Jónsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnhildur Helga Jónsdóttir
Dagskrá:

1. Álagning fjallskila
Álagning á kind hækkuð úr 280 krónum í 300 krónur.
Álagningarhlutfall á fasteignamat óbreytt, 1,4%.
Álögð jarðagjöld: 1.003.408 kr.
Álögð fjárgjöld:1.283.700 kr.
Samtals fjallskil: 2.287.108 kr.
Innheimt í peningum: 1.597.408 kr.
 
2. Akstur nefndarmanna:
20. ágúst: Ólafur 50 km.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:30