31 – Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar

Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar, fundur nr. 31
Dags : 14.06.2014

31. fundurFjallskilanefndar Oddsstaðaafréttar
haldinn sem símafundur, laugardaginn 14. júní 2014
og hófst hann kl. 10:00
 
Fundinn sátu:
Ólafur Jóhannesson aðalmaður, Árni Ingvarsson aðalmaður og Unnsteinn S. Snorrason varamaður.
 
Fundargerð ritaði: Unnsteinn Snorri Snorrason
 
Dagskrá:
 

1.

1408114 – Erindi frá ábúendum Hrísa í Flókadal

Lagt fram bréf, dagsett 13. júní 2014, frá Þórdísi Sigurbjörnsdóttur og Dagbjarti Dagbjartssyni.

Tekið fyrir erindi frá ábúendum Hrísa í Flókadal um leyfi til upprekstrar fjár á afrétt Andkílinga og Lunddælinga sumarið 2014.
Ákveðið að veita leyfi með sömu skilmálum og verið hefur.

 

2.

1408115 – Oddsstaðarétt

Fjallskilanefnd hefur verið hvött til þess að flýta Oddsstaðrétt þannig að réttað verði 10. september í staðinn fyrir 17. september eins og fjallskilareglugerð gerir ráð fyrir. Ákveðið að Ólafur leggi erindið fyrir sveitarstjórn.

 

 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30