32 – Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar

Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar, fundur nr. 32
Dags : 17.07.2014

32. fundurFjallskilanefndar Oddsstaðaafréttar
haldinn að Hóli, fimmtudaginn 17. júlí 2014
og hófst hann kl. 20:30
 
Fundinn sátu:
Ólafur Jóhannesson aðalmaður, Árni Ingvarsson aðalmaður og Ragnhildur Helga Jónsdóttir aðalmaður.
 
Fundargerð ritaði: Ragnhildur Helga Jónsdóttir
 
 
Dagskrá:
 

1.

1407089 – Kosning í störf

Ólafur setti fund, sem aldursforseti. Nefndin skipti með sér verkum.

Ólafur Jóhannesson formaður.
Árni Ingvarsson varaformaður.
Ragnhildur Helga Jónsdóttir ritari.

 

2.

1407090 – Landbótaáætlun

Fjallskilanefnd gerir athugasemdir við framkomin gögn frá Landgræðslu ríkisins er tengjast landbótaáætlun sem gera þarf fyrir afréttinn, samkvæmt nýrri reglugerð nr. 1160/2013 um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Athugasemdum verður komið á framfæri.

 

3.

1407091 – Álagning fjallskila

Fjallskilanefnd leggur til að fjárfjöldi að hausti verði notaður sem grunnur álagningar fjallskila.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00